Breska lögreglan með húsleitir 12. júlí 2005 00:01 MYND/AP Sérsveit bresku lögreglunnar gerði húsleit á fimm heimilum í borginni Leeds á Englandi í morgun í tengslum við leitina að Al-Qaida hryðjuverkamönnunum sem bera ábyrgð á sprengjutilræðunum í Lundúnum í síðustu viku. Fimmtíu og tveir létu lífið í árásunum og um 700 særðust, þar af margir alvarlega. Breska lögreglan segir aðgerðirnar mikilvægar en í Leeds er að finna eitt stærsta samfélag múslima á Bretlandseyjum. Samkvæmt Reuters-fréttastofunni eru aðgerðir lögreglunnar í morgun fyrstu skipulögðu aðgerðirnar frá því hryðjuverkaárásirnar voru framdar á neðanjarðarlestakerfi og strætisvagna Lundúnaborgar. Almenningur í Bretlandi hefur gagnrýnt yfirvöld fyrir að bregðast seint við árásunum og fyrir seinagang við að bera kennsl á lík fórnarlamba árásanna. Töluverð ólga er í landinu þótt lífið í Lundúnum sé að komast í fyrra horf. Frá því á fimmtudag hefur verið reynt að kveikja í fjórum moskum í Bretlandi og hefur gætt vaxandi spennu í garð múslima. Lögreglan hefur fengið fjölmargar tilkynningar um tilvik þar sem múslimar hafa verið áreittir á götum úti og bílar þeirra, fyrirtæki og heimili skemmd. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur heitið múslimum í landinu aðstoð sinni til að koma í veg fyrir þessar árásir. Gordon Brown fjármálaráðherra ætlar að hvetja fjármálaráðherra annarra aðildarríkja Evrópusambandsins til að taka höndum saman við að gera sjóði hryðjuverkamanna upptæka, hvar sem þeir finnast í bönkum aðildarríkjanna. Hann hittir fjármálaráðherra hinna ríkjanna í Brussel í dag. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Sérsveit bresku lögreglunnar gerði húsleit á fimm heimilum í borginni Leeds á Englandi í morgun í tengslum við leitina að Al-Qaida hryðjuverkamönnunum sem bera ábyrgð á sprengjutilræðunum í Lundúnum í síðustu viku. Fimmtíu og tveir létu lífið í árásunum og um 700 særðust, þar af margir alvarlega. Breska lögreglan segir aðgerðirnar mikilvægar en í Leeds er að finna eitt stærsta samfélag múslima á Bretlandseyjum. Samkvæmt Reuters-fréttastofunni eru aðgerðir lögreglunnar í morgun fyrstu skipulögðu aðgerðirnar frá því hryðjuverkaárásirnar voru framdar á neðanjarðarlestakerfi og strætisvagna Lundúnaborgar. Almenningur í Bretlandi hefur gagnrýnt yfirvöld fyrir að bregðast seint við árásunum og fyrir seinagang við að bera kennsl á lík fórnarlamba árásanna. Töluverð ólga er í landinu þótt lífið í Lundúnum sé að komast í fyrra horf. Frá því á fimmtudag hefur verið reynt að kveikja í fjórum moskum í Bretlandi og hefur gætt vaxandi spennu í garð múslima. Lögreglan hefur fengið fjölmargar tilkynningar um tilvik þar sem múslimar hafa verið áreittir á götum úti og bílar þeirra, fyrirtæki og heimili skemmd. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur heitið múslimum í landinu aðstoð sinni til að koma í veg fyrir þessar árásir. Gordon Brown fjármálaráðherra ætlar að hvetja fjármálaráðherra annarra aðildarríkja Evrópusambandsins til að taka höndum saman við að gera sjóði hryðjuverkamanna upptæka, hvar sem þeir finnast í bönkum aðildarríkjanna. Hann hittir fjármálaráðherra hinna ríkjanna í Brussel í dag.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira