
Erlent
Tveggja manna leitað í Bretlandi

Lögreglan í Bretlandi leitar nú tveggja manna í tengslum við sprengjuárásirnar í Lundúnum fyrir viku. Annar maðurinn er nefndur höfuðpaurinn og hinn efnafræðingurinn en talið er að báðir séu löngu farnir úr landi. Tveggja mínútna þögn verður víða í Evrópu klukkan 11 að íslenskum tíma í dag til að minnast þeirra sem létust í sprengjuárásunum en strætisvagnar og leigubílar stöðvaðir. Neðanjarðarlestir munu halda áfram ferð sinni en tilkynnt verður um þagnarstundina. Þá er fólk hvatt til að standa utan við hús sín og vinnustaði.