Flest bendir til tengsla al-Kaída 17. júlí 2005 00:01 Hryðjuverkamaður frá al-Kaída í haldi Bandaríkjamanna hefur borið kennsl á Mohammed Sidique Khan, einn fjórmenninganna sem taldir eru bera ábyrgð á sprengingum sem urðu 55 að bana í Lundúnum þann sjöunda júlí að því er fram kemur á netsíðu dagblaðsins The Independent. Bendir það enn frekar til tengsla al-Kaída við hryðjuverkarárásirnar í Lundúnum. Hryðjuverkamaðurinn, Mohammed Junaid Babar, var handtekinn á leið til Bandaríkjanna af fundi á vegum al-Kaída. Hann hefur játað þátttöku í skipulagningu sprenginga í Bretlandi og hefur veitt yfirvöldum mikilvægar upplýsingar um tengslanet hryðjuverkasamtakanna. Ekki er útilokað að útsendarar al-Kaída hafi leitt fjórmenningana sem frömdu hryðjuverkin í gildru. Lögregla telur ekki víst að mennirnir hafi í raun ætlað að drepa sjálfa sig í árásunum heldur hafi þeir hugsanlega einungis ætlað að koma fyrir sprengjum að því er fram kemur í breska dagblaðinu Sunday Telegraph. Útsendararnir munu ekki hafa viljað taka áhættuna á því að mennirnir segðu frá öllu saman ef þeir næðust. Mennirnir fjórir greiddu allir fyrir bílastæði og lestarferðir fram og til baka áður en þeir lögðu upp frá Luton-lestarstöðinni að King's Cross snemma á sunnudagsmorgun að því er fram kemur í blaðinu. Þar skiptu þeir liði og innan við níutíu mínútum síðar sprungu þrjár sprengjanna í mismunandi neðanjarðarlestum í borginni. Sú fjórða sprakk hins vegar um klukkustund síðar í strætisvagni við Tavistock-torg. Pakistönsk yfirvöld yfirheyrðu í gær þarlendan kaupsýslumann en símanúmer hans fannst í farsíma eins fjórmenninganna. Maðurinn kveðst eiga marga viðskiptafélaga í Lundúnum en gat ekki skýrt tengsl sín við árásarmanninn að því er segir á fréttavef AP. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, undirbýr nú námskeið fyrir múslimaklerki sem niðurgreidd verða af ríkissjóði og eiga að kynna þeim nútímaleg viðhorf til íslam samkvæmt upplýsingum Sunday Telegraph. Einnig verður stjórnendum moska gert að herða eftirlit með klerkum sínum en grunur leikur á því að fjórmenningarnir hafi orðið fyrir áhrifum frá öfgasinnuðum múslimum í moskum í Yorkshire og Buckinghamshire. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Hryðjuverkamaður frá al-Kaída í haldi Bandaríkjamanna hefur borið kennsl á Mohammed Sidique Khan, einn fjórmenninganna sem taldir eru bera ábyrgð á sprengingum sem urðu 55 að bana í Lundúnum þann sjöunda júlí að því er fram kemur á netsíðu dagblaðsins The Independent. Bendir það enn frekar til tengsla al-Kaída við hryðjuverkarárásirnar í Lundúnum. Hryðjuverkamaðurinn, Mohammed Junaid Babar, var handtekinn á leið til Bandaríkjanna af fundi á vegum al-Kaída. Hann hefur játað þátttöku í skipulagningu sprenginga í Bretlandi og hefur veitt yfirvöldum mikilvægar upplýsingar um tengslanet hryðjuverkasamtakanna. Ekki er útilokað að útsendarar al-Kaída hafi leitt fjórmenningana sem frömdu hryðjuverkin í gildru. Lögregla telur ekki víst að mennirnir hafi í raun ætlað að drepa sjálfa sig í árásunum heldur hafi þeir hugsanlega einungis ætlað að koma fyrir sprengjum að því er fram kemur í breska dagblaðinu Sunday Telegraph. Útsendararnir munu ekki hafa viljað taka áhættuna á því að mennirnir segðu frá öllu saman ef þeir næðust. Mennirnir fjórir greiddu allir fyrir bílastæði og lestarferðir fram og til baka áður en þeir lögðu upp frá Luton-lestarstöðinni að King's Cross snemma á sunnudagsmorgun að því er fram kemur í blaðinu. Þar skiptu þeir liði og innan við níutíu mínútum síðar sprungu þrjár sprengjanna í mismunandi neðanjarðarlestum í borginni. Sú fjórða sprakk hins vegar um klukkustund síðar í strætisvagni við Tavistock-torg. Pakistönsk yfirvöld yfirheyrðu í gær þarlendan kaupsýslumann en símanúmer hans fannst í farsíma eins fjórmenninganna. Maðurinn kveðst eiga marga viðskiptafélaga í Lundúnum en gat ekki skýrt tengsl sín við árásarmanninn að því er segir á fréttavef AP. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, undirbýr nú námskeið fyrir múslimaklerki sem niðurgreidd verða af ríkissjóði og eiga að kynna þeim nútímaleg viðhorf til íslam samkvæmt upplýsingum Sunday Telegraph. Einnig verður stjórnendum moska gert að herða eftirlit með klerkum sínum en grunur leikur á því að fjórmenningarnir hafi orðið fyrir áhrifum frá öfgasinnuðum múslimum í moskum í Yorkshire og Buckinghamshire.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira