Ætluðu ekki að deyja sjálfir 17. júlí 2005 00:01 Hryðjuverkamennirnir sem sprengdu sjálfa sig, lestarnar og strætisvagninn í London þann 7. júlí, voru leiddir í gildru. Þeir ætluðu sér aldrei að deyja sjálfir heldur skilja eftir sprengjurnar og fara. Þetta kemur fram í norskum fjölmiðlum í dag. Lögreglan í Bretlandi hefur birt mynd úr eftirlitsmyndavél sem sýnir mennina fjóra sem grunaðir eru um að hafa staðið fyrir sjálfsmorðsárásunum í Lundúnum í síðustu viku. Á myndinni koma mennirnir til lestarstöðvarinnar í Luton, stuttu áður en árásirnar voru gerðar. Mennirnir voru allir með stóra bakpoka sem sprengjurnar voru líklega í. Mennirnir hittust á brautarstöðinni í Luton þaðan sem þeir héldur til King´s Cross lestarstöðvarinnar þar sem einnig náðist mynd af þeim. Fyrsta sprengingin varð í neðanjarðarlest sem var að fara frá Liverpool Street stöðinni. Þá sprakk önnur sprengja á milli King´s Cross og Russell Square stöðvarinnar, sú þriðja við Edgware Road lestarstöðina og varð fjórða sprengingin í tveggja hæða strætisvagni í Upper Woburn Place. Í fréttum Aftenposten í dag kemur fram að mennirnir hafi ekki ætlað að sprengja sjálfa sig í loft upp heldur ætluðu þeir að skilja sprengjurnar eftir og fara. Þeir hafi hins vegar verið leiddir í gildru af höfuðpaurunum. Blaðið segir mennina hafa keypt miða fram og til baka og að enginn þeirra hafi sagt „Alla Akbahr“, eða „Alla er góður“, áður en þeir sprengdu, sem er venjan. Baðið dregur því þær ályktanir að mennirnir hafi ekki ætlað að deyja sjálfir og að sprengjurnar hafi verið sprengdar með fjarstýrðum búnaði. Þá hefur lögreglan sagt að líklega hafi strætisvagninn átt að springa seinna. Eiginkona eins mannanna fjögurra sendi í gærkvöld frá sér yfirlýsingu þar sem hún segist fordæma árásirnar harðlega þar sem 55 létu lífið og um 700 særðust en lögreglan staðfesti í gær að maður hennar sé talinn hafa sprengt sprengju í lest sem var milli King's Cross og Russell Square lestarstöðvanna. Þar létu 27 manns lífið. Eiginkonan sagði hann hafa verið góðan og ástríkan eiginmann og frábæran föður. Hvatti hún alla sem byggju yfir upplýsingum að gefa sig fram og hjálpa lögreglu til að útrýma hryðjuverkum. MYND/APKORT/AP Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Hryðjuverkamennirnir sem sprengdu sjálfa sig, lestarnar og strætisvagninn í London þann 7. júlí, voru leiddir í gildru. Þeir ætluðu sér aldrei að deyja sjálfir heldur skilja eftir sprengjurnar og fara. Þetta kemur fram í norskum fjölmiðlum í dag. Lögreglan í Bretlandi hefur birt mynd úr eftirlitsmyndavél sem sýnir mennina fjóra sem grunaðir eru um að hafa staðið fyrir sjálfsmorðsárásunum í Lundúnum í síðustu viku. Á myndinni koma mennirnir til lestarstöðvarinnar í Luton, stuttu áður en árásirnar voru gerðar. Mennirnir voru allir með stóra bakpoka sem sprengjurnar voru líklega í. Mennirnir hittust á brautarstöðinni í Luton þaðan sem þeir héldur til King´s Cross lestarstöðvarinnar þar sem einnig náðist mynd af þeim. Fyrsta sprengingin varð í neðanjarðarlest sem var að fara frá Liverpool Street stöðinni. Þá sprakk önnur sprengja á milli King´s Cross og Russell Square stöðvarinnar, sú þriðja við Edgware Road lestarstöðina og varð fjórða sprengingin í tveggja hæða strætisvagni í Upper Woburn Place. Í fréttum Aftenposten í dag kemur fram að mennirnir hafi ekki ætlað að sprengja sjálfa sig í loft upp heldur ætluðu þeir að skilja sprengjurnar eftir og fara. Þeir hafi hins vegar verið leiddir í gildru af höfuðpaurunum. Blaðið segir mennina hafa keypt miða fram og til baka og að enginn þeirra hafi sagt „Alla Akbahr“, eða „Alla er góður“, áður en þeir sprengdu, sem er venjan. Baðið dregur því þær ályktanir að mennirnir hafi ekki ætlað að deyja sjálfir og að sprengjurnar hafi verið sprengdar með fjarstýrðum búnaði. Þá hefur lögreglan sagt að líklega hafi strætisvagninn átt að springa seinna. Eiginkona eins mannanna fjögurra sendi í gærkvöld frá sér yfirlýsingu þar sem hún segist fordæma árásirnar harðlega þar sem 55 létu lífið og um 700 særðust en lögreglan staðfesti í gær að maður hennar sé talinn hafa sprengt sprengju í lest sem var milli King's Cross og Russell Square lestarstöðvanna. Þar létu 27 manns lífið. Eiginkonan sagði hann hafa verið góðan og ástríkan eiginmann og frábæran föður. Hvatti hún alla sem byggju yfir upplýsingum að gefa sig fram og hjálpa lögreglu til að útrýma hryðjuverkum. MYND/APKORT/AP
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira