Tengja árásir stríðsrekstri 19. júlí 2005 00:01 Tveir af hverjum þrem Bretum telja stuðning Breta við Íraksstríðið ástæðuna fyrir hryðjuverkaárásunum á Lundúnir, samkvæmt könnun dagblaðsins Guardian sem birt var í morgun. Í skýrslu breskrar rannsóknarstofnunar frá í gær var komist að sömu niðurstöðu, en breskir ráðamenn vísa þessu með öllu á bug og benda á að árásirnar ellefta september 2001 hafi verið gerðar áður en nokkur stríðsrekstur hófst. Almenningur virðist líta málið öðrum augum. Þá sýnir könnun Guardian að þrír af hverjum fjórum telja líklegt að fleiri árásir af þessum toga verði gerðar á Bretland í nánustu framtíð. Í skýrslu Chatham House stofnunarinnar í gær voru yfirvöld gagnrýnd fyrir að hafa sofið á verðinum gagnvart íslömskum hryðjuverkamönnum þar til seint á síðasta áratug, en uppljóstranir New York Times í dag benda til þess að blundað hafi verið þar til fyrir nokkrum vikum. Í blaðinu er fullyrt að breska leyniþjónustan hafi komist að þeirri niðurstöðu aðeins mánuði fyrir árásirnar í London að enginn hópur hefði bæði getu og vilja til að gera stóra hryðjuverkaárás á Bretland. Í kjölfarið var hættuástand lækkað um eitt þrep. New York Times vitnar í trúnaðarskýrslu leyniþjónustunnar máli sínu til stuðnings. Yfirmenn leyniþjónustunnar neita að tjá sig um málið. Leitin að sökudólgunum og höfuðpaurum hryðjuverkahópsins í London heldur áfram. Tuttugu og fimm voru handteknir í Pakistan í nótt í tengslum við rannsókn á aðild pakistanskra borgara að hryðjuverkunum. Flestir voru mennirnir handteknir í Punjab og eru þeir sagðir tilheyra bönnuðum hópum harðlínu-íslamista. Hryðjuverkamennirnir í London höfðu flestir dvalið í Pakistan einhvern tíma undanfarin tvö ár og er talið víst að þeir hafi þar átt samskipti við þekkta öfgamenn. Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretands hefur ákveðið að verja röskum tveim milljörðum króna aukalega í baráttuna gegn hryðjuverkum. Helmingur peninganna fer beint til fórnarlamba árásanna, en hinn helmingurinn fer í að efla löggæslu. Þá hefur náðst samkomulag milli Verkamannaflokksins og stjórnarandstöðu flokkanna í Bretlandi um aðgerðir gegn hryðjuverkum í framtíðinni og vonast er til að ný lög um hryðjuverk fari í gegnum breska þingið í desember. Almenningur virðist vera á því að taka eigi hart á öfgamönnum sem hvetja til illra verka. Í könnun Guardian voru yfir sjötíu prósent á því að vísa ætti múslímum, sem stunda haturssáróður, úr landi. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Tveir af hverjum þrem Bretum telja stuðning Breta við Íraksstríðið ástæðuna fyrir hryðjuverkaárásunum á Lundúnir, samkvæmt könnun dagblaðsins Guardian sem birt var í morgun. Í skýrslu breskrar rannsóknarstofnunar frá í gær var komist að sömu niðurstöðu, en breskir ráðamenn vísa þessu með öllu á bug og benda á að árásirnar ellefta september 2001 hafi verið gerðar áður en nokkur stríðsrekstur hófst. Almenningur virðist líta málið öðrum augum. Þá sýnir könnun Guardian að þrír af hverjum fjórum telja líklegt að fleiri árásir af þessum toga verði gerðar á Bretland í nánustu framtíð. Í skýrslu Chatham House stofnunarinnar í gær voru yfirvöld gagnrýnd fyrir að hafa sofið á verðinum gagnvart íslömskum hryðjuverkamönnum þar til seint á síðasta áratug, en uppljóstranir New York Times í dag benda til þess að blundað hafi verið þar til fyrir nokkrum vikum. Í blaðinu er fullyrt að breska leyniþjónustan hafi komist að þeirri niðurstöðu aðeins mánuði fyrir árásirnar í London að enginn hópur hefði bæði getu og vilja til að gera stóra hryðjuverkaárás á Bretland. Í kjölfarið var hættuástand lækkað um eitt þrep. New York Times vitnar í trúnaðarskýrslu leyniþjónustunnar máli sínu til stuðnings. Yfirmenn leyniþjónustunnar neita að tjá sig um málið. Leitin að sökudólgunum og höfuðpaurum hryðjuverkahópsins í London heldur áfram. Tuttugu og fimm voru handteknir í Pakistan í nótt í tengslum við rannsókn á aðild pakistanskra borgara að hryðjuverkunum. Flestir voru mennirnir handteknir í Punjab og eru þeir sagðir tilheyra bönnuðum hópum harðlínu-íslamista. Hryðjuverkamennirnir í London höfðu flestir dvalið í Pakistan einhvern tíma undanfarin tvö ár og er talið víst að þeir hafi þar átt samskipti við þekkta öfgamenn. Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretands hefur ákveðið að verja röskum tveim milljörðum króna aukalega í baráttuna gegn hryðjuverkum. Helmingur peninganna fer beint til fórnarlamba árásanna, en hinn helmingurinn fer í að efla löggæslu. Þá hefur náðst samkomulag milli Verkamannaflokksins og stjórnarandstöðu flokkanna í Bretlandi um aðgerðir gegn hryðjuverkum í framtíðinni og vonast er til að ný lög um hryðjuverk fari í gegnum breska þingið í desember. Almenningur virðist vera á því að taka eigi hart á öfgamönnum sem hvetja til illra verka. Í könnun Guardian voru yfir sjötíu prósent á því að vísa ætti múslímum, sem stunda haturssáróður, úr landi.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira