Viðskipti innlent

Olíuverð hækkað um 30%

Olíuverð til fiskiskipa hefur hækkað um þrjátíu prósent frá áramótum og nemur sú hækkun, umreiknuð á ársgrundvelli, þremur milljörðum króna miðað við þær 280 milljónir lítra sem flotinn notar á ári. Hækkunin kemur verst niður á frystitogurum og öðrum verksmiðjuskipum sem verða að knýja vinnslubúnað og frystingu með olíu, auk mikillar olíu sem fer á aðalvélarnar við togveiðar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×