Erlent

Rice öskuill út í Súdana

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er öskuill og krefst þess að stjórnvöld í Súdan biðjist afsökunar. Ástæðan er sú að súdanskir embættismenn tóku harkalega á bandarískum blaðamönnum og embættismönnum á fundi í Khartoum í gær. Verðir á fundinum hentu Bandaríkjamönnunum nánast út af fundi og skelltu svo hurð í andlit þeirra. Þeirra á meðal voru furðu lostnir embættismenn úr fylgdarliði Rice, fólk sem átti að sitja fundinn og biðu þeir vandræðalegir um stund áður en súdönsku embættismennirnir ákváðu að hleypa Rice og fylgdarliði inn á fundinn. Rice var öskuill þegar hún ræddi við blaðamenn nokkru síðar, sagðist ekki þola það að sitja á fundi með forseta lands og að svona nokkuð kæmi upp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×