Vísbendingar um hermikrákuárásir 13. október 2005 19:33 Fjórar hryðjuverkaárásir eða tilraunir til árása voru gerðar í Lundúnum um hádegisbilið í dag og fyrir nokkrum mínútum girtu lögreglumenn University College sjúkrahúsið af. Vopnaðir lögreglumenn fóru inn í sjúkrahúsið en þar liggur töluverður fjöldi þeirra sem slösuðust í hryðjuverkaárásunum fyrir hálfum mánuði. Ekki er ljóst af hverju vopnaðir lögreglumenn eru á sjúkrahúsinu. Lögreglustjórinn í Lundúnum segir óvíst hvort að sprengjurnar sprungu, en hafi þær gert það hafi þær verið mun minni en þær sem notaðar voru í árásunum fyrir hálfum mánuði. Getgátur eru um að árásirnar hafi í raun mistekist og óljósar fregnir barast af því að sprengjan í Warren Street hafi verið naglasprengja. Heimildarmenn Sky innan Scotland Yard segja ýmislegt benda til þess að hvellhettur hafi sprungið í eða við neðanjarðarlestar á þremur stöðvum í borginni: Shephard´s Bush, Oval-stöðina og Warren Street. Öðrum lestarstöðvum hefur verið lokað: Westminster, Waterloo, King´s Cross, St. Paul og Oxford Circus. AP greinir ennfremur frá því að menn í eiturefnagöllum séu við það að fara inn í Warren Street lestarstöðina, þaðan sem fregnir bárust af sprengingu fyrr í dag. BBC segir að engar vísbendingar um eiturefna- eða sýklavopn hafi fundist. Þar mun einnig einn hafa slasast, en hvorki er ljóst hver það er né hversu alvarleg meiðslin kunna að vera. Götum í nánd við Warren Street neðanjarðarlestarstöðina í London hefur verið lokað og lögregla segir fólki að yfirgefa svæðið. Sömu sögu er að segja í nánd við Oval-stöðina og þar hafa byggingar í grennd einnig verið rýmdar, og svo Shephard´s Bush. BBC segir reyk sjáanlegan við tvær stöðvanna. Auk þess varð sprenging í strætisvagni númer 26 í Hackney og segja talsmenn fyrirtækisins sem rekur vagninn að rúðurnar úr honum hafi þeyst út. Sjónarvottar segja þetta rangt, að vagninn virðist óskemmdur. Enginn slasaðist í honum og hefur lögregla girt hann af sem er túlkað sem svo að óttast sé að sprengja kunni enn að vera um borð. Fréttastofur og fréttastöðvar á Bretlandi hafa rætt við fjölda sjónarvotta en lögregla er dugleg við að biðja fólk um að slökkva á farsímum þar sem óttast er að rafbylgjur frá símunum geti sett aðrar sprengjur af stað. Ýmislegt bendir til þess að hermikrákur hafi verið á ferð, fólk sem vildi fylgja fordæmi hryðjuverkamannanna sem gerðu sjálfsmorðsárásir fyrir hálfum mánuði. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Fjórar hryðjuverkaárásir eða tilraunir til árása voru gerðar í Lundúnum um hádegisbilið í dag og fyrir nokkrum mínútum girtu lögreglumenn University College sjúkrahúsið af. Vopnaðir lögreglumenn fóru inn í sjúkrahúsið en þar liggur töluverður fjöldi þeirra sem slösuðust í hryðjuverkaárásunum fyrir hálfum mánuði. Ekki er ljóst af hverju vopnaðir lögreglumenn eru á sjúkrahúsinu. Lögreglustjórinn í Lundúnum segir óvíst hvort að sprengjurnar sprungu, en hafi þær gert það hafi þær verið mun minni en þær sem notaðar voru í árásunum fyrir hálfum mánuði. Getgátur eru um að árásirnar hafi í raun mistekist og óljósar fregnir barast af því að sprengjan í Warren Street hafi verið naglasprengja. Heimildarmenn Sky innan Scotland Yard segja ýmislegt benda til þess að hvellhettur hafi sprungið í eða við neðanjarðarlestar á þremur stöðvum í borginni: Shephard´s Bush, Oval-stöðina og Warren Street. Öðrum lestarstöðvum hefur verið lokað: Westminster, Waterloo, King´s Cross, St. Paul og Oxford Circus. AP greinir ennfremur frá því að menn í eiturefnagöllum séu við það að fara inn í Warren Street lestarstöðina, þaðan sem fregnir bárust af sprengingu fyrr í dag. BBC segir að engar vísbendingar um eiturefna- eða sýklavopn hafi fundist. Þar mun einnig einn hafa slasast, en hvorki er ljóst hver það er né hversu alvarleg meiðslin kunna að vera. Götum í nánd við Warren Street neðanjarðarlestarstöðina í London hefur verið lokað og lögregla segir fólki að yfirgefa svæðið. Sömu sögu er að segja í nánd við Oval-stöðina og þar hafa byggingar í grennd einnig verið rýmdar, og svo Shephard´s Bush. BBC segir reyk sjáanlegan við tvær stöðvanna. Auk þess varð sprenging í strætisvagni númer 26 í Hackney og segja talsmenn fyrirtækisins sem rekur vagninn að rúðurnar úr honum hafi þeyst út. Sjónarvottar segja þetta rangt, að vagninn virðist óskemmdur. Enginn slasaðist í honum og hefur lögregla girt hann af sem er túlkað sem svo að óttast sé að sprengja kunni enn að vera um borð. Fréttastofur og fréttastöðvar á Bretlandi hafa rætt við fjölda sjónarvotta en lögregla er dugleg við að biðja fólk um að slökkva á farsímum þar sem óttast er að rafbylgjur frá símunum geti sett aðrar sprengjur af stað. Ýmislegt bendir til þess að hermikrákur hafi verið á ferð, fólk sem vildi fylgja fordæmi hryðjuverkamannanna sem gerðu sjálfsmorðsárásir fyrir hálfum mánuði.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira