Hafa ekki enn séð skýrsluna 26. júlí 2005 00:01 Samgönguráðuneytið lofaði aðstandendum fórnarlamba flugslyssins í Skerjafirði að þeir fengju að veita formlega umsögn um skýrslu sérskipaðrar rannsóknarnefndar um slysið. Skýrslan verður kynnt á föstudag en aðstandendur hafa enn ekki séð skýrsluna. Slysið varð í lok verslunarmannahelgar árið 2000 og kostaði sex ungmenni lífið. Eftir að rannsóknarnefnd flugslysa lauk störfum sá samgönguráðherra ástæðu til að skipa sérstaka rannsóknarnefnd í nóvember árið 2002 sem færi yfir alla þætti slyssins. Nú, tveimur og hálfu ári síðar, mun lokaskýrsla nefndarinnar liggja fyrir og verða gerð opinber á föstudag. Einn aðstandenda þeirra sem létust í slysinu, Friðrik Þór Guðmundsson, segist undrast það mjög, enda hafi hann fengið bréf frá aðstoðarmanni samgönguráðherra þess efnis að aðstandendur myndu fá skýrsludrög í hendurnar til að veita formlega umsögn áður en lokaskýrsla væri gefin út. Þetta loforð kemur fram í bréfi frá aðstoðarmanni ráðherra sem Friðriki Þór barst þann 19. janúar síðastliðinn. Hann og aðrir aðstandendur heyrðu þó fyrst af því að skýrslan væri tilbúin í gegnum fjölmiðla. Friðrik Þór segist gramur og sár yfir því að þeim séu ætlaðir tveir til þrír dagar til að ígrunda skýrsluna og veita umsögn, enda hafi aðstandendur haft í hyggju að leggja töluverða vinnu við að fara yfir skýrsludrögin. Jafnframt undrast hann að ráðuneytið hafi ekki efnt loforð sem veitt var með formlegum hætti. Bergþór Ólason, aðstoðarmaður samgönguráðherra, segist, með bréfinu til Friðriks, hafa verið að koma boðum um það frá nefndinni hvernig starfi hennar yrði háttað. Hafi það hins vegar breyst í millitíðinni geti hann ekkert gert. Sigurður Líndal lagaprófessor og formaður sérskipuðu rannsóknarnefndarinnar sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri rangt. Honum væri alls ókunnugt um að slíkt samkomulag hefði verið gert. Auk þess hefði enginn heimild til að gera slíkt nema rannsóknarnefndin. Flugslys í Skerjafirði 2000 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Samgönguráðuneytið lofaði aðstandendum fórnarlamba flugslyssins í Skerjafirði að þeir fengju að veita formlega umsögn um skýrslu sérskipaðrar rannsóknarnefndar um slysið. Skýrslan verður kynnt á föstudag en aðstandendur hafa enn ekki séð skýrsluna. Slysið varð í lok verslunarmannahelgar árið 2000 og kostaði sex ungmenni lífið. Eftir að rannsóknarnefnd flugslysa lauk störfum sá samgönguráðherra ástæðu til að skipa sérstaka rannsóknarnefnd í nóvember árið 2002 sem færi yfir alla þætti slyssins. Nú, tveimur og hálfu ári síðar, mun lokaskýrsla nefndarinnar liggja fyrir og verða gerð opinber á föstudag. Einn aðstandenda þeirra sem létust í slysinu, Friðrik Þór Guðmundsson, segist undrast það mjög, enda hafi hann fengið bréf frá aðstoðarmanni samgönguráðherra þess efnis að aðstandendur myndu fá skýrsludrög í hendurnar til að veita formlega umsögn áður en lokaskýrsla væri gefin út. Þetta loforð kemur fram í bréfi frá aðstoðarmanni ráðherra sem Friðriki Þór barst þann 19. janúar síðastliðinn. Hann og aðrir aðstandendur heyrðu þó fyrst af því að skýrslan væri tilbúin í gegnum fjölmiðla. Friðrik Þór segist gramur og sár yfir því að þeim séu ætlaðir tveir til þrír dagar til að ígrunda skýrsluna og veita umsögn, enda hafi aðstandendur haft í hyggju að leggja töluverða vinnu við að fara yfir skýrsludrögin. Jafnframt undrast hann að ráðuneytið hafi ekki efnt loforð sem veitt var með formlegum hætti. Bergþór Ólason, aðstoðarmaður samgönguráðherra, segist, með bréfinu til Friðriks, hafa verið að koma boðum um það frá nefndinni hvernig starfi hennar yrði háttað. Hafi það hins vegar breyst í millitíðinni geti hann ekkert gert. Sigurður Líndal lagaprófessor og formaður sérskipuðu rannsóknarnefndarinnar sagði í samtali við fréttastofu í dag að það væri rangt. Honum væri alls ókunnugt um að slíkt samkomulag hefði verið gert. Auk þess hefði enginn heimild til að gera slíkt nema rannsóknarnefndin.
Flugslys í Skerjafirði 2000 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira