Eldsneytisskortur líklega ástæðan 28. júlí 2005 00:01 Eldsneytisskortur er langlíklegasta ástæða þess að flugvélinn TF-GTI fórst í Skerjafirði þann 7. ágúst árið 2000 með þeim afleiðingum að sex létust, flugmaður og sex ungmenni. Í skýrslu rannsóknarnefndar sem skipuð var til að rannsaka orsakir flugslyssins eru gerðar ýmsar athugasemdir við flugástand vélarinnar og eldsneytisskorturinn tiltekinn sem líklegasta ástæða slyssins. Afleiðing aflmissis vegna eldsneytisskorts ásamt því að þyngdarmiðja vélarinnar var nær aftari mörkum og því að flugmaðurinn hafði ekki hlotið nægilega þjálfun til að bregðast við slíkum aðstæðum, auk þess sem hann var þreyttur, olli því að flugvélin ofreis og hann missti stjórn á henni. Auk þess kemur fram í skýrslunni að Flugmálastjórn hefði hvorki átt að skrá flugvélina né gefa út lofthæfiskírteini fyrir hana vegna óljósrar sögu hennar og ófullkominna gagna sem fylgdu henni. Flugvélin sem var í eigu Leiguflugs Ísleifs Ottesen var á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur að kvöldi 7. ágúst þegar hreyfill hennar varð eldsneytislaus í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli og vélin fórst með öllum sem í henni voru. Björgunarmönnum tókst að bjarga tveimur piltum úr vélinni en þeir létust báðir af þeim meiðslum sem þeir hlutu í slysinu, sá seinni nær hálfu ári eftir slysið. Rannsóknarnefnd flugslysa skilaði lokaskýrslu sinni um slysið í mars árið 2001 en feður tveggja þeirra sem létust í slysinu fengu tvo breska flugrannsakendur til að veita umsögn um framkvæmd rannsóknarinnar og höfðu þeir sitthvað um framkvæmdina að athuga. Rannsóknarnefnd flugslysa fékk álit bresku rannsakendanna til umsagnar og fór í kjölfarið fram á við samgönguráðherra að skipuð yrði óháð nefnd til að rannsaka slysið. Sú nefnd hóf störf í nóvember 2002 og skilaði í gær lokaskýrslu sinni. Sigurður Líndal lagaprófessor var formaður nefndarinnar sem skipuð var bæði íslenskum og erlendum sérfræðingum. Innlent Flugslys í Skerjafirði 2000 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira
Eldsneytisskortur er langlíklegasta ástæða þess að flugvélinn TF-GTI fórst í Skerjafirði þann 7. ágúst árið 2000 með þeim afleiðingum að sex létust, flugmaður og sex ungmenni. Í skýrslu rannsóknarnefndar sem skipuð var til að rannsaka orsakir flugslyssins eru gerðar ýmsar athugasemdir við flugástand vélarinnar og eldsneytisskorturinn tiltekinn sem líklegasta ástæða slyssins. Afleiðing aflmissis vegna eldsneytisskorts ásamt því að þyngdarmiðja vélarinnar var nær aftari mörkum og því að flugmaðurinn hafði ekki hlotið nægilega þjálfun til að bregðast við slíkum aðstæðum, auk þess sem hann var þreyttur, olli því að flugvélin ofreis og hann missti stjórn á henni. Auk þess kemur fram í skýrslunni að Flugmálastjórn hefði hvorki átt að skrá flugvélina né gefa út lofthæfiskírteini fyrir hana vegna óljósrar sögu hennar og ófullkominna gagna sem fylgdu henni. Flugvélin sem var í eigu Leiguflugs Ísleifs Ottesen var á leið frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur að kvöldi 7. ágúst þegar hreyfill hennar varð eldsneytislaus í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli og vélin fórst með öllum sem í henni voru. Björgunarmönnum tókst að bjarga tveimur piltum úr vélinni en þeir létust báðir af þeim meiðslum sem þeir hlutu í slysinu, sá seinni nær hálfu ári eftir slysið. Rannsóknarnefnd flugslysa skilaði lokaskýrslu sinni um slysið í mars árið 2001 en feður tveggja þeirra sem létust í slysinu fengu tvo breska flugrannsakendur til að veita umsögn um framkvæmd rannsóknarinnar og höfðu þeir sitthvað um framkvæmdina að athuga. Rannsóknarnefnd flugslysa fékk álit bresku rannsakendanna til umsagnar og fór í kjölfarið fram á við samgönguráðherra að skipuð yrði óháð nefnd til að rannsaka slysið. Sú nefnd hóf störf í nóvember 2002 og skilaði í gær lokaskýrslu sinni. Sigurður Líndal lagaprófessor var formaður nefndarinnar sem skipuð var bæði íslenskum og erlendum sérfræðingum.
Innlent Flugslys í Skerjafirði 2000 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Sjá meira