Erlent

Rice áhrifamesta kona heims

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, er nú á toppi lista tímaritsins Forbes yfir eitt hundrað áhrifamestu konur heimsins. Næst á eftir henni kemur Wu Yi, heilbrigðisráðherra Kína, sem jafnframt hefur viðurnefnið „Járnfrúin“ líkt og Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. Því næst kemur Yulia Tymoshenko, forsætisráðherra Úkraínu. Oprah Winfrey þáttastjórnandi er í níunda sæti listans. Samkvæmt Forbes verður sífellt erfiðara að velja áhrifamestu konurnar því þeim fjölgi ört sem hafi völd. Ritstjóri blaðsins segir konur þó enn hafa aðeins 75 prósent af heildarlaunum karla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×