Víðtækustu aðgerðir í sögu London 29. júlí 2005 00:01 Fjórmenningarnir sem gerðu misheppnaða árás á London fyrir rúmri viku hafa allir verið handteknir. Breska og ítalska lögreglan handtóku þrjá þeirra í dag. Umsátursástand ríkti í meira en klukkutíma við íbúð eins mannanna í London í hádeginu. Lögreglumenn vopnaðir vélbyssum girtu af stórt svæði í vesturhluta London í hádeginu í dag. Þeir gerðu síðan áhlaup á tvær íbúðir þar sem tveir mannanna sem gerðu misheppnaðar árásir á London í síðustu viku héldu sig. Íbúar í húsunum vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið, enda heyrðust sex sprengingar úti á götu og skothvellir strax í kjölfarið. Síðar kom í ljós að sprengjurnar sex voru höggsprengjur sem lögreglan notaði við áhlaupið á aðra íbúðina. Þar ríkti svo sannkallað umsátursástand í meira en klukkutíma þegar lögregla reyndi að fá manninn út úr íbúðinni. Tveir lögreglumenn miðuðu byssum að íbúðinni og kölluðu hvað eftir annað á manninn að koma út og skipuðu honum að afklæðast. Hann hlýddi ekki köllunum en lögreglumennirnir þorðu ekki inn í íbúðina af ótta við að maðurinn myndi sprengja sig upp. Eftir meira en klukkutíma orðaskak og sannkallað taugastríð hafði mikill liðsauki borist og sérsveitarmenn létu þá loksins til skarar skríða og réðust inn í íbúðina og náðu manninum. Sá er talinn hafa ætlað að fremja sjálfsmorðsárás við Oval-lestarstöðina. Með honum var annar maður sem líka var handtekinn en hann tók ekki beinan þátt í árásunum. Hinn árásarmaðurinn sem lögreglan náði í áhlaupunum í morgun var handtekinn skammt frá. Hann heitir Mukhtar Said Ibrahim og reyndi að sprengja strætisvagn númer tuttugu og sex í Huckney. Síðdegis í dag var svo þriðji árásarmaðurinn, sem reyndi að sprengja á Shepard´s Bush lestarstöðinni, handtekinn í Róm á Ítalíu. Hann heitir Osman Hussein og er af sómölskum uppruna en er með breskan ríkisborgararétt. Talið er að hann hafi haldið til hjá bróður sínum sem býr í Róm. Sá fjórði, Yassin Hassan Omar, var svo handtekinn í Birmingham í fyrradag. Hann hefur verið yfirheyrður stanslaust síðan en ekki er vitað hvort yfirheyrslurnar hafi skilað árangri. Fyrr í morgun voru svo tvær konur handteknar við Liverpool Street lestarstöðina sem var lokað tímabundið í kjölfarið. Alls hafa því nærri þrjátíu manns verið handteknir einungis vegna árásanna í síðustu viku í víðtækustu aðgerðum í sögu lögreglunnar í London. Þá hafa yfirvöld í Afríkuríkinu Sambíu handtekið mann sem jafnvel er talinn hafa skipulagt fyrri árásirnar á London sem urðu meira en fimmtíu manns að bana. Vitað er að hann hringdi tuttugu sinnum í mennina fjóra sem frömdu árásirnar, dagana áður en þær voru gerðar. Breska lögreglan bindur miklar vonir við að yfirheyrslur yfir öllum þeim sem hafa verið handteknir muni varpa ljósi á hvort árásirnar tvær á London tengist og ekki síst hver skipulagði þær. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Fjórmenningarnir sem gerðu misheppnaða árás á London fyrir rúmri viku hafa allir verið handteknir. Breska og ítalska lögreglan handtóku þrjá þeirra í dag. Umsátursástand ríkti í meira en klukkutíma við íbúð eins mannanna í London í hádeginu. Lögreglumenn vopnaðir vélbyssum girtu af stórt svæði í vesturhluta London í hádeginu í dag. Þeir gerðu síðan áhlaup á tvær íbúðir þar sem tveir mannanna sem gerðu misheppnaðar árásir á London í síðustu viku héldu sig. Íbúar í húsunum vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið, enda heyrðust sex sprengingar úti á götu og skothvellir strax í kjölfarið. Síðar kom í ljós að sprengjurnar sex voru höggsprengjur sem lögreglan notaði við áhlaupið á aðra íbúðina. Þar ríkti svo sannkallað umsátursástand í meira en klukkutíma þegar lögregla reyndi að fá manninn út úr íbúðinni. Tveir lögreglumenn miðuðu byssum að íbúðinni og kölluðu hvað eftir annað á manninn að koma út og skipuðu honum að afklæðast. Hann hlýddi ekki köllunum en lögreglumennirnir þorðu ekki inn í íbúðina af ótta við að maðurinn myndi sprengja sig upp. Eftir meira en klukkutíma orðaskak og sannkallað taugastríð hafði mikill liðsauki borist og sérsveitarmenn létu þá loksins til skarar skríða og réðust inn í íbúðina og náðu manninum. Sá er talinn hafa ætlað að fremja sjálfsmorðsárás við Oval-lestarstöðina. Með honum var annar maður sem líka var handtekinn en hann tók ekki beinan þátt í árásunum. Hinn árásarmaðurinn sem lögreglan náði í áhlaupunum í morgun var handtekinn skammt frá. Hann heitir Mukhtar Said Ibrahim og reyndi að sprengja strætisvagn númer tuttugu og sex í Huckney. Síðdegis í dag var svo þriðji árásarmaðurinn, sem reyndi að sprengja á Shepard´s Bush lestarstöðinni, handtekinn í Róm á Ítalíu. Hann heitir Osman Hussein og er af sómölskum uppruna en er með breskan ríkisborgararétt. Talið er að hann hafi haldið til hjá bróður sínum sem býr í Róm. Sá fjórði, Yassin Hassan Omar, var svo handtekinn í Birmingham í fyrradag. Hann hefur verið yfirheyrður stanslaust síðan en ekki er vitað hvort yfirheyrslurnar hafi skilað árangri. Fyrr í morgun voru svo tvær konur handteknar við Liverpool Street lestarstöðina sem var lokað tímabundið í kjölfarið. Alls hafa því nærri þrjátíu manns verið handteknir einungis vegna árásanna í síðustu viku í víðtækustu aðgerðum í sögu lögreglunnar í London. Þá hafa yfirvöld í Afríkuríkinu Sambíu handtekið mann sem jafnvel er talinn hafa skipulagt fyrri árásirnar á London sem urðu meira en fimmtíu manns að bana. Vitað er að hann hringdi tuttugu sinnum í mennina fjóra sem frömdu árásirnar, dagana áður en þær voru gerðar. Breska lögreglan bindur miklar vonir við að yfirheyrslur yfir öllum þeim sem hafa verið handteknir muni varpa ljósi á hvort árásirnar tvær á London tengist og ekki síst hver skipulagði þær.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira