Íraksstríðið ástæðan 31. júlí 2005 00:01 Stríðið í Írak var ástæða seinni bylgju hryðjuverka í Lundúnum en ekki trúarbrögð, segir Osman Hussain, sá tilræðismannanna sem handtekinn var í Róm á föstudag. Ítalskir fjölmiðlar hafa komist yfir skýrslu byggða á yfirheyrslum yfir Osman Hussain og þar segir meðal annars að hópurinn hafi engin tengsl við al-Qaida, Osama bin Laden eða þá sem gerðu fyrri bylgju árása í London þar sem yfir fimmtíu voru drepnir. Árásir þess hóps hafi verið tilræðismönnunum í seinni hópnum fyrirmynd. Í aðdraganda árásanna ræddu tilræðismennirnir vinnuna sína, stjórnmál og stríðið í Írak, en báðu aldrei saman. Þeir horfðu á kvikmyndir, einkum heimildar- og fréttamyndir frá Írak, þar sem sjá mátti konur og börn falla fyrir hendi vestrænna hermanna og svo ekkjur, mæður og dætur sem grétu. Allt styrkti þetta tilræðismenninna í þeirri trú að þeir yrðu að grípa til aðgerða. Fregnir ítalskra fjölmiðla eru þó nokkuð misvísandi. Corriere della Sera greinir til dæmis frá því að Osman hafi sagt yfirheyrendunum að hann hafi ekki vitað hvað var í bakpokanum sem hann var með en hafi síðan breytt þeirri frásögn sinni og haldið því fram að tilræðin hafi aðeins átt að vera mótmæli. Sprengjurnar sem þeir settu saman hafi ekki átt að særa eða granda neinum. Il Messaggero segir Osman hins vegar hafa sagt að tilræðismennirnir hafi átt að sprengja sig í loft upp. Osman berst nú af krafti gegn því að verða framseldur til Bretlands. Verjandi hans segir hugsanlegt að málið geti tekið allt að tvo mánuði. Bróðir Osmans var handtekinn í morgun. Osman var handtekinn í íbúð bróðursins en ekki er vitað hvað honum er gefið að sök. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Stríðið í Írak var ástæða seinni bylgju hryðjuverka í Lundúnum en ekki trúarbrögð, segir Osman Hussain, sá tilræðismannanna sem handtekinn var í Róm á föstudag. Ítalskir fjölmiðlar hafa komist yfir skýrslu byggða á yfirheyrslum yfir Osman Hussain og þar segir meðal annars að hópurinn hafi engin tengsl við al-Qaida, Osama bin Laden eða þá sem gerðu fyrri bylgju árása í London þar sem yfir fimmtíu voru drepnir. Árásir þess hóps hafi verið tilræðismönnunum í seinni hópnum fyrirmynd. Í aðdraganda árásanna ræddu tilræðismennirnir vinnuna sína, stjórnmál og stríðið í Írak, en báðu aldrei saman. Þeir horfðu á kvikmyndir, einkum heimildar- og fréttamyndir frá Írak, þar sem sjá mátti konur og börn falla fyrir hendi vestrænna hermanna og svo ekkjur, mæður og dætur sem grétu. Allt styrkti þetta tilræðismenninna í þeirri trú að þeir yrðu að grípa til aðgerða. Fregnir ítalskra fjölmiðla eru þó nokkuð misvísandi. Corriere della Sera greinir til dæmis frá því að Osman hafi sagt yfirheyrendunum að hann hafi ekki vitað hvað var í bakpokanum sem hann var með en hafi síðan breytt þeirri frásögn sinni og haldið því fram að tilræðin hafi aðeins átt að vera mótmæli. Sprengjurnar sem þeir settu saman hafi ekki átt að særa eða granda neinum. Il Messaggero segir Osman hins vegar hafa sagt að tilræðismennirnir hafi átt að sprengja sig í loft upp. Osman berst nú af krafti gegn því að verða framseldur til Bretlands. Verjandi hans segir hugsanlegt að málið geti tekið allt að tvo mánuði. Bróðir Osmans var handtekinn í morgun. Osman var handtekinn í íbúð bróðursins en ekki er vitað hvað honum er gefið að sök.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira