Vilja framsal Husmain frá Ítalíu 2. ágúst 2005 00:01 Ekkert lát er á aðgerðum lögreglunnar í London í kjölfar misheppnaðra árása á borgina fyrir tólf dögum. Tveir menn í viðbót voru handteknir í gærkvöldi. Mennirnir voru handteknir í áhlaupi lögreglunnar á þrjár íbúðir í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi. Aðgerðir lögreglu- og öryggissveita undanfarnar vikur eru þær viðamestu í Bretlandi síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Fleiri en þrjátíu hafa verið handteknir bara vegna seinni árásarhrinunnar á London og yfirheyrslur standa nú yfir tuttugu þeirra. Flest bendir til að Osman Hussain, einn árásarmannanna fjögurra, sem handtekinn var á Ítalíu, hafi komist með lest frá London eftir árásirnar. Það þykir hið mesta hneyksli og stjórnvöld í Bretlandi íhuga að herða reglur um vegabréfaeftirlit við lestarstöðvar hið snarasta. Hússein hefur verið ákærður samkvæmt ítölskum hryðjuverkalögum, en þau gera lögregluyfirvöldum þar kleyft að yfirheyra hann í allt að níu mánuði. Bresk stjórnvöld hafa farið þess á leit að yfirheyrslurnar taki snöggt af og Hússein verði framseldur til Bretlands sem allra fyrst. Skipaður lögfræðingur Hússains segir hins vegar ítölsk lögregluyfirvöld ekki á því að sleppa honum strax, enda segist þau hafa undir höndum gögn sem réttlæti það að halda eigi Hússein á Ítalíu um sinn. Hazel Blears, innanríkisráðherra Bretlands, ætlar á næstu dögum að funda með leiðtogum múslima um allt Bretland, og reyna að finna með þeim leiðir til að sameina ólíka menningarheima í Bretlandi. Hún segir ekki rétt að lögregla beini aðgerðum sínum sérstaklega að múslimum, þó að árásarmennirnir í London hafi allir verið múslimar. Það rökstyðji ekki að leitað sé á fólki eingöngu vegna þjóðernis eða trúarbragða. Í morgun opnaði Lestarlínan milli Hammersmith og City á nýjan leik, nærri mánuði eftir fyrri árásarhrinuna á London. Enn er ekki búið að opna fyrir allar leiðir í neðanjarðar lestakerfinu á ný, en talsmaður samgönguyfirvalda í London segir að vonast sé til að undir lok vikunnar verði búið að opna allar leiðir aftur. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira
Ekkert lát er á aðgerðum lögreglunnar í London í kjölfar misheppnaðra árása á borgina fyrir tólf dögum. Tveir menn í viðbót voru handteknir í gærkvöldi. Mennirnir voru handteknir í áhlaupi lögreglunnar á þrjár íbúðir í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi. Aðgerðir lögreglu- og öryggissveita undanfarnar vikur eru þær viðamestu í Bretlandi síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Fleiri en þrjátíu hafa verið handteknir bara vegna seinni árásarhrinunnar á London og yfirheyrslur standa nú yfir tuttugu þeirra. Flest bendir til að Osman Hussain, einn árásarmannanna fjögurra, sem handtekinn var á Ítalíu, hafi komist með lest frá London eftir árásirnar. Það þykir hið mesta hneyksli og stjórnvöld í Bretlandi íhuga að herða reglur um vegabréfaeftirlit við lestarstöðvar hið snarasta. Hússein hefur verið ákærður samkvæmt ítölskum hryðjuverkalögum, en þau gera lögregluyfirvöldum þar kleyft að yfirheyra hann í allt að níu mánuði. Bresk stjórnvöld hafa farið þess á leit að yfirheyrslurnar taki snöggt af og Hússein verði framseldur til Bretlands sem allra fyrst. Skipaður lögfræðingur Hússains segir hins vegar ítölsk lögregluyfirvöld ekki á því að sleppa honum strax, enda segist þau hafa undir höndum gögn sem réttlæti það að halda eigi Hússein á Ítalíu um sinn. Hazel Blears, innanríkisráðherra Bretlands, ætlar á næstu dögum að funda með leiðtogum múslima um allt Bretland, og reyna að finna með þeim leiðir til að sameina ólíka menningarheima í Bretlandi. Hún segir ekki rétt að lögregla beini aðgerðum sínum sérstaklega að múslimum, þó að árásarmennirnir í London hafi allir verið múslimar. Það rökstyðji ekki að leitað sé á fólki eingöngu vegna þjóðernis eða trúarbragða. Í morgun opnaði Lestarlínan milli Hammersmith og City á nýjan leik, nærri mánuði eftir fyrri árásarhrinuna á London. Enn er ekki búið að opna fyrir allar leiðir í neðanjarðar lestakerfinu á ný, en talsmaður samgönguyfirvalda í London segir að vonast sé til að undir lok vikunnar verði búið að opna allar leiðir aftur.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Sjá meira