Viðskipti innlent

Skoða uppskipti Burðaráss

Bæði Fjármálaeftirlitið og yfirtökunefnd munu skoða uppskipti Burðaráss á milli Landsbankans og Straums fjárfestingabanka. Það sem Fjármálaeftirlitið munu skoða er virkur eignarhluti Straums Burðaráss í Íslandsbanka, en hann er um tuttugu og átta prósent, eða tæpur þriðjungur. Það er yfir mörkum og mun eftirlitið athuga hvort þurfi að sækja um leyfi til þess að eiga þennan hlut. Hvorki Fjármálaeftirlitið né yfirtökunefnd hafa á þessu stigi látið í ljós neinar efasemdir um uppskipti Burðaráss. Þetta eru hinsvegar það mikil viðskipti að það er sjálfgert að þessir aðilar skoði málið. Við uppskiptin fóru tæplega sextíu milljarðar króna af eignum Burðaráss til Straums fjárfestingabanka en um fjörutíu milljarðar til Landsbankans. Fjárfestingargeta félaganna margfaldaðist við þessi viðskipti.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×