I-Holding yfirtekur ILLUM vöruhúsið í Kaupmannahöfn 4. ágúst 2005 00:01 Hópur íslenskra fjárfesta, I-Holding ehf., hefur gengið frá kaupum á 80% hlut í ILLUM vöruhúsinu í Danmörku ásamt fasteignininni sem hýsir reksturinn af Merrill Lynch International Global Principal Investment. I- Holding ehf. keypti í fyrra keypti Wessel & Vett A/S, eigendur Magasin du Nord og þar með 20% eignarhluta í ILLUM. Hópurinn samanstendur af fjárfestingafélaginu Baugi Group, Straumi fjárfestingabanka og B2B Holdings. ILLUM er eitt af þekktustu vöruhúsum Danmerkur og verslunarmiðstöðin er til húsa á besta stað í miðborg Kaupmannahafnar við Strikið. ILLUM er alþjóðleg vörumerkjaverslun sem býður viðskiptavinum sínum norræn og alþjóðleg vörumerki á sviði hönnunar, tísku og húsbúnaðar. Nýir stjórnendur Illum undir eignarhaldi Merril Lynch, settu sér skýrar áætlanir og markmið á síðasta fjárhagsári og tryggðu hagnað á rekstri Illum á ný. Reksturinn gekk vel á fyrsta ársfjórðungi rekstrarársins 2005/2006 og jókst heildarsala um rúmlega 11%. "Við teljum danska smásölumarkaðinn vera í vexti og höfum mikla trú á möguleikum ILLUM sem vöruhúsi í fremstu röð með vel þekkt vörumerki," segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Nordic Fjárfestinga hjá Baugi Group, sem jafnframt er talsmaður fjárfestahópsins. Vöruhúsin ILLUM og Magasin verða rekin sem sjálfstæð fyrirtæki, með sjálfstæð stjórnendateymi og stefnu. Patricia Burnett er framkvæmdastjóri ILLUM og sagðist vera mjög ánægð með samkomulagið. "Nýir eigendur setja sér langtímamarkmið sem tryggja bæði starfsmönnum og sérleyfishöfum öruggan starfsgrundvöll og bjóða upp á ný og spennandi tækifæri fyrir ILLUM og viðskiptavini okkar. Ég hlakka mjög til þess að starfa með I-Holding. Þessir fjárfestar búa ekki einungis yfir umtalsverðri reynslu og þekkingu á smásölurekstri sem mun gagnast okkur öllum, þeir hafa einnig sýnt að þeir styðji við bakið á sterkum stjórnendum í félögum sem þeir fjárfesta í. Við stefnum að því að halda áfram rekstri fyrirtækisins samkvæmt nýju og spennandi skipulagi af þeim krafti og með þeirri einbeitingu sem ILLUM á skilið," sagði Patricia Burnett framkvæmdastjóri ILLUM að lokum. Dale Lattanzio hjá Merrill Lynch segir að Merrill Lynch International Global Principal Investment hafi lagt sitt af mörkum við að finna ILLUM nýjan stað og að endurbæta rekstur þess. "Við gleðjumst mjög yfir þeim framförum sem orðið hafa í rekstri fyrirtækisins. Nýir eigendur gera ILLUM kleift að halda áfram að þróast í höndum bæði eigenda og stjórnenda með mikla reynslu af smásölu sem einbeita sér að því að hrinda áætlunum sínum í framkvæmd." Straumur fjárfestingabanki hf. og B.R.F. önnuðust fjármögnun yfirtökunnar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Hópur íslenskra fjárfesta, I-Holding ehf., hefur gengið frá kaupum á 80% hlut í ILLUM vöruhúsinu í Danmörku ásamt fasteignininni sem hýsir reksturinn af Merrill Lynch International Global Principal Investment. I- Holding ehf. keypti í fyrra keypti Wessel & Vett A/S, eigendur Magasin du Nord og þar með 20% eignarhluta í ILLUM. Hópurinn samanstendur af fjárfestingafélaginu Baugi Group, Straumi fjárfestingabanka og B2B Holdings. ILLUM er eitt af þekktustu vöruhúsum Danmerkur og verslunarmiðstöðin er til húsa á besta stað í miðborg Kaupmannahafnar við Strikið. ILLUM er alþjóðleg vörumerkjaverslun sem býður viðskiptavinum sínum norræn og alþjóðleg vörumerki á sviði hönnunar, tísku og húsbúnaðar. Nýir stjórnendur Illum undir eignarhaldi Merril Lynch, settu sér skýrar áætlanir og markmið á síðasta fjárhagsári og tryggðu hagnað á rekstri Illum á ný. Reksturinn gekk vel á fyrsta ársfjórðungi rekstrarársins 2005/2006 og jókst heildarsala um rúmlega 11%. "Við teljum danska smásölumarkaðinn vera í vexti og höfum mikla trú á möguleikum ILLUM sem vöruhúsi í fremstu röð með vel þekkt vörumerki," segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Nordic Fjárfestinga hjá Baugi Group, sem jafnframt er talsmaður fjárfestahópsins. Vöruhúsin ILLUM og Magasin verða rekin sem sjálfstæð fyrirtæki, með sjálfstæð stjórnendateymi og stefnu. Patricia Burnett er framkvæmdastjóri ILLUM og sagðist vera mjög ánægð með samkomulagið. "Nýir eigendur setja sér langtímamarkmið sem tryggja bæði starfsmönnum og sérleyfishöfum öruggan starfsgrundvöll og bjóða upp á ný og spennandi tækifæri fyrir ILLUM og viðskiptavini okkar. Ég hlakka mjög til þess að starfa með I-Holding. Þessir fjárfestar búa ekki einungis yfir umtalsverðri reynslu og þekkingu á smásölurekstri sem mun gagnast okkur öllum, þeir hafa einnig sýnt að þeir styðji við bakið á sterkum stjórnendum í félögum sem þeir fjárfesta í. Við stefnum að því að halda áfram rekstri fyrirtækisins samkvæmt nýju og spennandi skipulagi af þeim krafti og með þeirri einbeitingu sem ILLUM á skilið," sagði Patricia Burnett framkvæmdastjóri ILLUM að lokum. Dale Lattanzio hjá Merrill Lynch segir að Merrill Lynch International Global Principal Investment hafi lagt sitt af mörkum við að finna ILLUM nýjan stað og að endurbæta rekstur þess. "Við gleðjumst mjög yfir þeim framförum sem orðið hafa í rekstri fyrirtækisins. Nýir eigendur gera ILLUM kleift að halda áfram að þróast í höndum bæði eigenda og stjórnenda með mikla reynslu af smásölu sem einbeita sér að því að hrinda áætlunum sínum í framkvæmd." Straumur fjárfestingabanki hf. og B.R.F. önnuðust fjármögnun yfirtökunnar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira