Búa sig undir frekari árásir 8. ágúst 2005 00:01 Hugsanlegt er að konur og börn verði notuð í sjálfsmorðsárásum í Lundúnum, að mati sérfræðinga Scotland Yard. Franska leyniþjónustan varaði við því skömmu fyrir árásirnar sjöunda júlí síðastliðinn að al-Qaeda leggði á ráðin um árásir sem breskir Pakistanar áttu að framkvæma. Þó að tugir manna hafi verið handteknir í tengslum við rannsókn hryðjuverkanna í Lundúnum tengjast nánast allir þeirra sem eru í haldi seinni hrinu árása. Nú, um mánuði eftir árásirnar sem kostuðu yfir fimmtíu lífið, er lítið vitað um aðdraganda þeirra eða hópinn sem var að verki. Sunday Times fletti í gær ofan af hópi harðlínu múslíma sem glöddust yfir hryðjuverkunum. Leiðtogi hópsins, Omar Brooks, fordæmdi árásirnar opinberlega og sagði það brot á íslömskum sið að drepa saklaust fólk. En í lokuðum hópi stuðningsmanna sagðist hann einungis hafa átt við múslíma; það væri ekki einingis heimild heldur skylda að drepa trúleysingja. Hópurinn, sem heitir Saviour Sect, hittist á laun og félagar í honum eru svo mótfallnir breska ríkinu og öllu sem að það stendur fyrir, að þeir neita að borga skatta og aka án bifreiðatrygginga þar sem þær eru hluti kerfisins, að þeirra mati. Það eina sem er leyfilegt er að fá atvinnuleysisbætur frá því opinbera. Þó að Bretar virðist litlu nær um árásirnar sjöunda júlí segir franska dagblaðið Le Figaro frá því í dag að franska leyniþjónustan hafi varað Breta við yfirvofandi árásum al-Qaeda aðeins fáeinum dögum fyrir árásirnar. Lagt var hart að Bretum að fylgjast náið með pakistanska samfélaginu þar sem al-Qaeda hyggðist notfæra sér stuðning sem harðlínu-íslamistar nytu innan þess samfélags. Yfirvöld í Sádi-Arabíu munu einnig hafa varað Breta við, samkvæmt Observer. Símtal frá einum stjórnenda al-Qaeda í Sádi Arabíu var rakið í farsíma á Bretlandseyjum og er verið að rannsaka hvort að þar hafi höfuðpaurinn á bakvið árásirnar verið á hinum endanum. Bretar búa sig enn undir frekari árásir og í skýrslu Scotland Yard sem Times vitnar til í dag kemur fram að talið sé líklegt að konum eða börnum verði beitt í næstu árásum til að snúa á öryggiseftirlit. Þar er einnig tekið sérstaklega fram að lögreglumenn eigi ekki að einblína á karlmenn af arabískum eða norður-afrískum uppruna, þar sem að hryðjuverkamenn getið litið hvernig sem er út. Yassin Hassan Omar, Ibrahim Muktar Said og Ramzi Mohammed verða áfram í haldi bresku lögreglunnar. Þetta var ákveðið eftir að þeir mættu hjá dómara í morgun. Þar voru þeir formlega ákærðir fyrir samsæri um að myrða fólk og fyrir brot á meðferð sprengiefnis. Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Hugsanlegt er að konur og börn verði notuð í sjálfsmorðsárásum í Lundúnum, að mati sérfræðinga Scotland Yard. Franska leyniþjónustan varaði við því skömmu fyrir árásirnar sjöunda júlí síðastliðinn að al-Qaeda leggði á ráðin um árásir sem breskir Pakistanar áttu að framkvæma. Þó að tugir manna hafi verið handteknir í tengslum við rannsókn hryðjuverkanna í Lundúnum tengjast nánast allir þeirra sem eru í haldi seinni hrinu árása. Nú, um mánuði eftir árásirnar sem kostuðu yfir fimmtíu lífið, er lítið vitað um aðdraganda þeirra eða hópinn sem var að verki. Sunday Times fletti í gær ofan af hópi harðlínu múslíma sem glöddust yfir hryðjuverkunum. Leiðtogi hópsins, Omar Brooks, fordæmdi árásirnar opinberlega og sagði það brot á íslömskum sið að drepa saklaust fólk. En í lokuðum hópi stuðningsmanna sagðist hann einungis hafa átt við múslíma; það væri ekki einingis heimild heldur skylda að drepa trúleysingja. Hópurinn, sem heitir Saviour Sect, hittist á laun og félagar í honum eru svo mótfallnir breska ríkinu og öllu sem að það stendur fyrir, að þeir neita að borga skatta og aka án bifreiðatrygginga þar sem þær eru hluti kerfisins, að þeirra mati. Það eina sem er leyfilegt er að fá atvinnuleysisbætur frá því opinbera. Þó að Bretar virðist litlu nær um árásirnar sjöunda júlí segir franska dagblaðið Le Figaro frá því í dag að franska leyniþjónustan hafi varað Breta við yfirvofandi árásum al-Qaeda aðeins fáeinum dögum fyrir árásirnar. Lagt var hart að Bretum að fylgjast náið með pakistanska samfélaginu þar sem al-Qaeda hyggðist notfæra sér stuðning sem harðlínu-íslamistar nytu innan þess samfélags. Yfirvöld í Sádi-Arabíu munu einnig hafa varað Breta við, samkvæmt Observer. Símtal frá einum stjórnenda al-Qaeda í Sádi Arabíu var rakið í farsíma á Bretlandseyjum og er verið að rannsaka hvort að þar hafi höfuðpaurinn á bakvið árásirnar verið á hinum endanum. Bretar búa sig enn undir frekari árásir og í skýrslu Scotland Yard sem Times vitnar til í dag kemur fram að talið sé líklegt að konum eða börnum verði beitt í næstu árásum til að snúa á öryggiseftirlit. Þar er einnig tekið sérstaklega fram að lögreglumenn eigi ekki að einblína á karlmenn af arabískum eða norður-afrískum uppruna, þar sem að hryðjuverkamenn getið litið hvernig sem er út. Yassin Hassan Omar, Ibrahim Muktar Said og Ramzi Mohammed verða áfram í haldi bresku lögreglunnar. Þetta var ákveðið eftir að þeir mættu hjá dómara í morgun. Þar voru þeir formlega ákærðir fyrir samsæri um að myrða fólk og fyrir brot á meðferð sprengiefnis.
Erlent Fréttir Hryðjuverk í London Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira