Innlent

Vilja að Færeyjar fái atkvæðisrétt

Jóannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, og Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, sammæltust á ríkisráðsfundi í Færeyjum um að leita eftir því að styrkja stöðu Færeyja og Grænlands í Norðurlandaráði. Eidesgaard fagnaði tíðindunum í samtali við Útvarp Færeyjar og sagði leiðina sem til umræðu væri fela í sér full réttindi og skyldur Færeyinga. Rasmussen sagði þetta þýða að Færeyingar fengju atkvæðisrétt í Norðurlandaráði en bætti við að forsenda fyrir því væri samþykki þeirra ríki sem aðild eiga að Norðurlandaráði. Gangi þetta eftir gætu Færeyjar, Grænland og Álandseyjar fengið aðild að Norðurlandaráði. Mikil umræða fór fram á síðasta þingi Norðurlandaráðs um beiðni Færeyja um að fá fulla aðild. Høgni Hoydal, formaður Þjóðveldisflokksins, sagði í viðtali við Útvarp Færeyjar að ekkert nýtt væri í samþykkt fundarins, í raun væri ekki rætt um fulla aðild Færeyja heldur sjálfstæða aðild sem uppfylli ekki öll markmið Færeyinga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×