Erlent

Danir flæktir í síldardeilu

Danir hafa flækst inn í deilu Íslendinga og Norðmanna um kvótaskiptingu úr norsk-íslenska síldarstofninum. Hans Christian Schmidt ráðherra sjávarúrvegs-, matvæla- og landbúnaðarmála Danmerkur er nú staddur hér í vinnuferð til þess að leita málamiðlunar í deilunum. Danir mega veiða talsvert af kvótanum, en vegna ágreinings um skiptingu hans hafa Norðmenn nú bannað dönskum skipum að landa síld úr stofninum í Noregi og jafnframt hafa norskir útvegsmenn tekið sig saman um að landa ekki norsk- íslenskri síld í Danmörku. Hvort tveggja er mikið hagsmunamál fyrir Dani. Norðmenn sem nú þegar hafa langstærsta hlut kvótans vilja auka hann umtalsvert, einkum á kostnað Íslendinga, og fyrr á árinu studdu Danir kröfur Norðmanna í von um að leysa ágreining sinn við Norðmenn og þá væntanlega á kostnað íslendinga. Ráðherrann hefur átt tvo fundi með Árna Mathiesen sjáratútvegsráðherra um málið nú í vikunni en engin afgerandi lausn er í sjónmáli. Þeir hafa auk þessa rætt um kolmunnakvóta, Svalbarðamálið og ólöglegar og óskráðar fiskveiðar á alþjóðlegum hafsvæðum. Þótt þetta heiti vinnuferð ráðherrans hingað til lands ætlar hann að gefa sér tíma til að skreppa til Siglufjarðar, Hofsóss og Sauðárkróks, skoða nokkra háskóla og hitta Guðna Ágústsson, enda er hann landbúnaðarráðhera líka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×