Innlent

Björn tjáir sig um R-listann

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og fyrrverandi borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, gerir R-listann að umfjöllunarefni í pistli á heimasíðu sinni í dag. Björn segir listann hættan að snúast um annað en útdeilingu á völdum, hugmyndafræðilegt inntak hans sé ekkert og stjórn hans á málefnum Reykjavíkurborgar sé sorglegt dæmi um, hvernig fari, þegar hver höndin sé uppi á móti annarri og allir séu með hugann við að skara eld að eigin köku. Hann sé í raun mest hissa á því hversu lengi R-lista flokkarnir hafi talið sér sæma að halda þessum pólitíska hráskinnaleik áfram. Björn telur meginástæðu endalokanna vera Samfylkinguna undir stjórn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Þar á bæ sé vilji til að sýna hve sterk Samfylkingin sé ein og sjálfstæð undir formennsku Ingibjargar Sólrúnar. Björn telur Ingibjörgu vera þeirra skoðunar að aðeins á þennan hátt geti hún náð sér niðri á þeim, sem hröktu hana úr borgarstjórastólnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×