Innlent

Jafna réttindi samkynhneigðra

Réttindi samkynhneiðgra til fjölskylduþátttöku verða þau sömu og hjá gagnkynhneigðum miðað við frumvarp sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram í haust. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í dag. Þá munu samkynhneigð pör í staðfestri samvist fá rétt til að frumættleiða börn en í dag er samkynhneigðum einstaklingi í staðfestri samvist aðeins heimilt að stjúpættleiða barn maka sína. Þar að auki fá samkynhneigðar konur í staðfestri samvist að gangast undir tæknifrjóvgun en í dag er einungis giftum konum og konum sem hafa verið í sambúð með manni um nokkurt skeið heimilt að gangast undir slíka aðgerð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×