Innlent

Ráðherralisti Angelu Merkel

Gömul brýni og harðir nýliðar skipa hópinn sem Angela Merkel, kanslaraefni þýskra íhaldsmanna, kynnti í gær. Hún gerir sér vonir um að sannfæra landa sína um að tímabært sé að skipta um karlinn í brúnni. Hópurinn sem Merkel kynnti í gær er ekki beint skuggaráðuneyti en gefur mynd af því hverjir það eru sem hún hyggst kalla til starfa í hugsanlegri ríkisstjórn, og um leið hvaða stefnu á að fylgja. Efnahagsmálin eru efst á baugi en hætt er við að Merkel kætist lítt við að berja forsíðu nýjasta tölublaðs Economist augum. Þar er rætt um þýska efnahagsundrið - nokkuð sem Þjóðverjar eiga án efa eftir að undrast. Borið er lof á umdeilda umbótastefnu Schröders kanslara og stjórnar hans - og fullyrt að svo lengi sem stjórnmálamenn klúðri ekki öllu sé Þýskaland á réttri leið. Ekki er að sjá að Merkel og félaga sé þörf til að tryggja það, miðað við Economist. Innflytjendamál og útlendingar í Þýskalandi eru bæði flókið og áberandi málefni fyrir kosningar í Þýskalandi og svo virðist sem þar ætli Merkel að sýna hörku. Günther Beckstein, harðlínumaður frá Bæjaralandi, sér um innanríkis- og öryggismál. Hann mill meðal annars reka öfgamúslíma frá Þýskalandi og hefur oft farið mjög fyrir brjóstið á félagshyggjufólki. Menntamálaráðherraefnið hefur svo verið í broddi fylkingar í baráttu fyrir því að íslamskir kennarar í Þýskalandi fái ekki að vera með höfuðklúta eða blæjur í vinnunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×