Stigalausir inn í milliriðil 20. ágúst 2005 00:01 Íslenska piltalandsliðið í handbolta tapaði í gær sínum öðrum leik í röð á Heimsmeistaramótinu í Ungverjalandi þegar það lá 27-30 fyrir Þýskalandi í sínum fjórða og síðasta leik í riðlakeppninni. Þar með er ljóst að íslenska liðið tekur engin stig með sér inn í milliriðilinn en liðið varð í þriðja sæti í sínum riðli á eftir Þjóðverjum, sem unnu alla sína leiki og Spánverjum, sem unnu eins marks sigur á íslenska liðinu á föstudaginn. Ísland spilar við Dani, Egypta og Kóreumenn í milliriðlinum sen hefst á morgun en vonin um að ná verðlaunasæti á þessu móti er orðin lítil enda fóru bæði Þjóðverjar og Danir með fjórum stigum meira inn í milliriðilinn. Enn á ný var það slæmur kafli í seinni hluta fyrri hálfleiks sem reyndist íslenska liðinu dýrkeyptur en fjögur þýsk mörk í röð breytti stöðunni úr 7-6 fyrir Ísland í 7-10 og eftir að Þjóðverjar skoruðu 4 af 5 fyrstu mörkum seinni hálfleiks og komust átta mörkum yfir, 19-11, var staðan orðin vonlítil fyrir íslensku strákana sem náðu að minnka muninn í eitt mark þegar sex mínútur voru eftir en nær komust þeir ekki og Þjóðverjar unnu að lokum þriggja marka sigur. Þjóðverjar fengu átta fleiri víti í leiknum og íslenska liðið var sex mínútum lengur í skammarkróknum sem hjálpaði ekki liðinu að eiga við hið sterka lið Þjóðverja sem er mjög sigurstranglegt á þessu móti. Svíar og Frakkar sátu bæði eftir í sínum riðli og eru því hvorugt meðal tólf efstu liða á þessu móti. Björgvin Páll Gústvasson átti frábæran leik í markinu og varði 25 skot en þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason voru markahæstir með fimm mörk. Þá gerðu Andri Stefan og Daníel Berg Grétarsson 4 mörk hvor. Það munaði mikið um að þeir Kári Kristjánsson og Árni Þór Sigtryggsson komust ekki á blað í leiknum en öll sjö skot þeirra félaga misheppnuðust. Árni Þór var markahæsti leikmaður liðsins fyrir leikinn og Kári skoraði 11 mörk út 11 skotum í leiknum gegn Spánverjum. Íslenski handboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Sjá meira
Íslenska piltalandsliðið í handbolta tapaði í gær sínum öðrum leik í röð á Heimsmeistaramótinu í Ungverjalandi þegar það lá 27-30 fyrir Þýskalandi í sínum fjórða og síðasta leik í riðlakeppninni. Þar með er ljóst að íslenska liðið tekur engin stig með sér inn í milliriðilinn en liðið varð í þriðja sæti í sínum riðli á eftir Þjóðverjum, sem unnu alla sína leiki og Spánverjum, sem unnu eins marks sigur á íslenska liðinu á föstudaginn. Ísland spilar við Dani, Egypta og Kóreumenn í milliriðlinum sen hefst á morgun en vonin um að ná verðlaunasæti á þessu móti er orðin lítil enda fóru bæði Þjóðverjar og Danir með fjórum stigum meira inn í milliriðilinn. Enn á ný var það slæmur kafli í seinni hluta fyrri hálfleiks sem reyndist íslenska liðinu dýrkeyptur en fjögur þýsk mörk í röð breytti stöðunni úr 7-6 fyrir Ísland í 7-10 og eftir að Þjóðverjar skoruðu 4 af 5 fyrstu mörkum seinni hálfleiks og komust átta mörkum yfir, 19-11, var staðan orðin vonlítil fyrir íslensku strákana sem náðu að minnka muninn í eitt mark þegar sex mínútur voru eftir en nær komust þeir ekki og Þjóðverjar unnu að lokum þriggja marka sigur. Þjóðverjar fengu átta fleiri víti í leiknum og íslenska liðið var sex mínútum lengur í skammarkróknum sem hjálpaði ekki liðinu að eiga við hið sterka lið Þjóðverja sem er mjög sigurstranglegt á þessu móti. Svíar og Frakkar sátu bæði eftir í sínum riðli og eru því hvorugt meðal tólf efstu liða á þessu móti. Björgvin Páll Gústvasson átti frábæran leik í markinu og varði 25 skot en þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Arnór Atlason voru markahæstir með fimm mörk. Þá gerðu Andri Stefan og Daníel Berg Grétarsson 4 mörk hvor. Það munaði mikið um að þeir Kári Kristjánsson og Árni Þór Sigtryggsson komust ekki á blað í leiknum en öll sjö skot þeirra félaga misheppnuðust. Árni Þór var markahæsti leikmaður liðsins fyrir leikinn og Kári skoraði 11 mörk út 11 skotum í leiknum gegn Spánverjum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Sjá meira