Segir framkvæmdaávinning mikinn 24. ágúst 2005 00:01 Álversframkvæmdir við Reyðarfjörð skapa tvöfalt fleiri störf en KB banki heldur fram, fullyrðir stjórnarformaður Landsvirkjunar. Hann segir þjóðhagslegan ávinning af framkvæmdunum mikinn. Eins og fram hefur komið í fréttum Stöðvar tvö segir KB banki þjóðhagslegan ávinning vegna álvera smáan og skýrir það með þeirri stefnu að raforkan sé seld nærri kostnaðarverði og með lágri ávöxtunarkröfu til virkjana. KB banki segir efnahagsleg áhrif áliðnaðar vera ofmetin. Jóhannes G. Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunnar, er ósammála. Hann segir að miðað hóflegar forsendur um álver og gengi íslensku krónunnar gætu heildartekjur í áliðnaði verið orðnar rétt um 100 milljarðar á þeim tíma, sem væri um 8 prósent af vergri landsframleiðslu. Til samanburðar segir Jóhannes að sjávarútvegurinn verði á þeim tíma kominn niður í 10 prósent af vergri landsframleiðslu. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur hjá KB banka, segir að eftir að álverin séu tekin til starfa noti þau fremur lítið af innlendum framleiðsluþáttum. Hann segir að vissulega skapi álverin störf en miðað við að í álverinu í Reyðarfirði sé gert ráð fyrir á milli 400 til 500 störfum sé það lítið á 150 þúsund manna vinnumarkaði. Ásgeir segir áhrifin fyrst og fremst góða viðbót við austfirskt efnahagslíf en áhrifin á efnahagskerfið í heild sinni ekki svo mikil þegar framkvæmdum lýkur. Jóhannes segir hins vegar mun fleiri störf myndast en KB banki haldi fram. Honum sýnist að þegar þessari uppbyggingu sé lokið sé ekki ólíklegt að störf í áliðnaði og störf sem tengjast orkuframleiðslunni gætu orðið á bilinu 1500-2000. Þá segir hann laun í þessum geira um 50 prósentum hærri en almenn verkamannalaun á Íslandi sem vissulega hafi jákvæð áhrif á efnahagslífið. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra var stödd erlendis þegar fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar hafði samband. Hún sagði niðurstöður KB banka koma henni á óvart en vildi fá lengri tíma til að kynna sér málið áður en hún tjáði sig frekar um það. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira
Álversframkvæmdir við Reyðarfjörð skapa tvöfalt fleiri störf en KB banki heldur fram, fullyrðir stjórnarformaður Landsvirkjunar. Hann segir þjóðhagslegan ávinning af framkvæmdunum mikinn. Eins og fram hefur komið í fréttum Stöðvar tvö segir KB banki þjóðhagslegan ávinning vegna álvera smáan og skýrir það með þeirri stefnu að raforkan sé seld nærri kostnaðarverði og með lágri ávöxtunarkröfu til virkjana. KB banki segir efnahagsleg áhrif áliðnaðar vera ofmetin. Jóhannes G. Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunnar, er ósammála. Hann segir að miðað hóflegar forsendur um álver og gengi íslensku krónunnar gætu heildartekjur í áliðnaði verið orðnar rétt um 100 milljarðar á þeim tíma, sem væri um 8 prósent af vergri landsframleiðslu. Til samanburðar segir Jóhannes að sjávarútvegurinn verði á þeim tíma kominn niður í 10 prósent af vergri landsframleiðslu. Ásgeir Jónsson, hagfræðingur hjá KB banka, segir að eftir að álverin séu tekin til starfa noti þau fremur lítið af innlendum framleiðsluþáttum. Hann segir að vissulega skapi álverin störf en miðað við að í álverinu í Reyðarfirði sé gert ráð fyrir á milli 400 til 500 störfum sé það lítið á 150 þúsund manna vinnumarkaði. Ásgeir segir áhrifin fyrst og fremst góða viðbót við austfirskt efnahagslíf en áhrifin á efnahagskerfið í heild sinni ekki svo mikil þegar framkvæmdum lýkur. Jóhannes segir hins vegar mun fleiri störf myndast en KB banki haldi fram. Honum sýnist að þegar þessari uppbyggingu sé lokið sé ekki ólíklegt að störf í áliðnaði og störf sem tengjast orkuframleiðslunni gætu orðið á bilinu 1500-2000. Þá segir hann laun í þessum geira um 50 prósentum hærri en almenn verkamannalaun á Íslandi sem vissulega hafi jákvæð áhrif á efnahagslífið. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra var stödd erlendis þegar fréttastofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar hafði samband. Hún sagði niðurstöður KB banka koma henni á óvart en vildi fá lengri tíma til að kynna sér málið áður en hún tjáði sig frekar um það.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Sjá meira