Svín frá Gíneu 26. ágúst 2005 00:01 Eflaust hefur frétt í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í fyrrakvöld kætt marga á kaffistofum landsins í gær. Hún fjallaði um eigendur býlis í Stafford-skíri í Bretlandi, sem neyddust til að hætta ræktun á svínum frá Gíneu og nokkur hundruð vísindamenn sem höfðu safnað undirskriftum til stuðnings notkun tilraunadýra í vísindalegum tilgangi. Með því vildu þeir sporna gegn áralangri baráttu dýraverndunarsinna. Hið kátlega við frétt RÚV var meinleg þýðingarvillan, en sem kunnugt er kalla enskir öll tilraunadýr "guinea pig", en bókstafstrúin hefur augljóslega ráðið ríkjum í flýtinum á fréttastofunni þannig að hamstrar og kanínur og önnur tilraunadýr á búgarði í Stafford-skíri urðu að svínum frá Gíneu. Ólíklegt er að nokkur muni erfa skondin mistök af þessu tagi við fréttastofuna, sem nær alltaf flytur áreiðanlegar, yfirlesnar og vandaðar fréttir, sérstaklega þegar um er að ræða mál sem miklu skipta. Svínin frá Gíneu munu því kveðja dyra eitt andartak í íslenskri þjóðfélagsumræðu, létta mönnum lund og hverfa síðan á burt. Framboðs- og foringjataflið í borgarstjórn Reykjavíkur er hins vegar þess eðlis að verra er fyrir þá sem þar spila að gera mistök. Gildir þá einu hvort yfirsjónin er stór eða smá - í skákinni sem nú er að hefjast er spilað fast og mönnum refsað grimmilega fyrir sérhvern afleik. Eftir formlega andlátstilkynningu Reykjavíkurlistans er staðan orðin enn viðkvæmari en ella, og mikið í húfi fyrir alla flokka, en ekki síst stóru flokkana sem báðir gera sér vonir um að komast í lykilstöðu að kosningum loknum. Foringjamál skipta miklu, enda ljóst að bæði Samfylking og Sjálfstæðisflokkur munu í krafti stærðar sinnar tefla fram borgarstjóraefni, hvort sem einmitt það orðalag verður notað eða eitthvað annað. Víst er að sjálfstæðismenn eru hér að fást við kunnuglegt vandamál, enda hafa þeir haldið óhönduglega á foringjamálum sínum í borginni frá því Markús Örn Antonsson sté til hliðar á sínum tíma. Ágætis stjórnmálamenn hafa komið fram en ekki náð að festa sig í sessi sem leiðtogar, einkum vegna þess að tiltrúna og eindrægnina hefur vantað inni í flokknum sjálfum. Árna Sigfússyni var ekki fyllilega treyst, og ekki Ingu Jónu Þórðardóttur heldur. Innkoma Björns Bjarnasonar á sínum tíma var óneitanlega nokkuð sérstök og fól í sér yfirlýsingu um að borgarstjórnarflokkurinn byggi í raun við leiðtogaskort. Og mitt í þeim leiðtogaskorti tekur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson við leiðtogahlutverkinu en nýtur - líkt og Inga Jóna - ekki ótvíræðs stuðnings, því sífellt er verið að leita að einhverjum öðrum leiðtoga. Nú er nefndur til sögunnar Gísli Marteinn Baldursson og raunar fleiri. Össur Skarphéðinsson skrifar í vikunni pistil á heimasíðu sína þar sem hann fjallar um framboðsmál sjálfstæðismanna og sérstaklega hugsanleg átök milli Vilhjálms Þ. og Gísla Marteins. Greinilegt er að Össur gjörþekkir framboðsraunir sjálfstæðismanna og stráir salti í sárin með því að draga athyglina að því að enn eina ferðina kunni menn að vera að upplifa sömu martröðina - enn einn "múrmeldýrsdaginn"! Sú tilraunastarfsemi sem leiðtogaefni sjálfstæðismanna séu að stunda á sjálfum sér, kunni m.ö.o. að hafa slæmar afleiðingar fyrir flokkinn. Það vekur hins vegar athygli að foringjamálin hjá Samfylkingunni eru lítið skýrari en hjá Sjálfstæðisflokknum. Þar eru í það minnsta þrír mjög frambærilegir stjórnmálamenn sem eru tilbúnir að gerast tilraunadýr í leiðtogarannsóknum flokksins. Innbyrðis staða Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra og Stefáns Jóns Hafstein oddvita flokksins er afar óræð og ekki bætir úr skák að Össur hefur sjálfur gefið því undir fótinn að hann útiloki ekki að taka að sér leiðtogahlutverk flokksins í borginni. Slík innkoma forustumanns flokksins á landsvísu - sem hins mikla bjargvætts - minnir raunar óþyrmilega á innkomu Björns Bjarnasonar hjá sjálfstæðismönnum síðast. Sú formúla gekk ekki upp eins og alkunna er. Nú kunna það að vera góð vísindi að endurtaka tilraunir til að kanna hvort ekki fáist sama niðurstaða og í fyrri tilraun - en það væri engu síður skynsamlegt fyrir Össur að hugsa sig vel um áður en hann gerist tilraunadýr í slíkri endurtekningu. Össur hefur þrátt fyrir allt ýmsa valkosti í pólitík á landsvísu enda snjall pólitíkus og það er því talsvert í húfi fyrir hann. Og raunar gildir svipað um önnur leiðtogaefni hjá Samfylkingunni. Gagnrýni þeirra á ósamkomulag sjálfstæðismanna um leiðtoga gæti sem hægast hitt þá sjálfa fyrir. Mistök hjá tilraunadýrunum í leiðtogabaráttu stóru flokkanna munu því ekki hverfa úr þjóðfélagsumræðunni í einni svipan eins og Gíneu-svín Fréttastofu RÚV. Það er því eðlilegt að hik sé á mönnum, því enginn vill vera pólitískt svín frá Gíneu í misheppnaðri stjórnmálatilraun í Reykjavík - allra síst ef verið er að endurtaka fyrri tilraunir sem allar mistókust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Fastir pennar Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Eflaust hefur frétt í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í fyrrakvöld kætt marga á kaffistofum landsins í gær. Hún fjallaði um eigendur býlis í Stafford-skíri í Bretlandi, sem neyddust til að hætta ræktun á svínum frá Gíneu og nokkur hundruð vísindamenn sem höfðu safnað undirskriftum til stuðnings notkun tilraunadýra í vísindalegum tilgangi. Með því vildu þeir sporna gegn áralangri baráttu dýraverndunarsinna. Hið kátlega við frétt RÚV var meinleg þýðingarvillan, en sem kunnugt er kalla enskir öll tilraunadýr "guinea pig", en bókstafstrúin hefur augljóslega ráðið ríkjum í flýtinum á fréttastofunni þannig að hamstrar og kanínur og önnur tilraunadýr á búgarði í Stafford-skíri urðu að svínum frá Gíneu. Ólíklegt er að nokkur muni erfa skondin mistök af þessu tagi við fréttastofuna, sem nær alltaf flytur áreiðanlegar, yfirlesnar og vandaðar fréttir, sérstaklega þegar um er að ræða mál sem miklu skipta. Svínin frá Gíneu munu því kveðja dyra eitt andartak í íslenskri þjóðfélagsumræðu, létta mönnum lund og hverfa síðan á burt. Framboðs- og foringjataflið í borgarstjórn Reykjavíkur er hins vegar þess eðlis að verra er fyrir þá sem þar spila að gera mistök. Gildir þá einu hvort yfirsjónin er stór eða smá - í skákinni sem nú er að hefjast er spilað fast og mönnum refsað grimmilega fyrir sérhvern afleik. Eftir formlega andlátstilkynningu Reykjavíkurlistans er staðan orðin enn viðkvæmari en ella, og mikið í húfi fyrir alla flokka, en ekki síst stóru flokkana sem báðir gera sér vonir um að komast í lykilstöðu að kosningum loknum. Foringjamál skipta miklu, enda ljóst að bæði Samfylking og Sjálfstæðisflokkur munu í krafti stærðar sinnar tefla fram borgarstjóraefni, hvort sem einmitt það orðalag verður notað eða eitthvað annað. Víst er að sjálfstæðismenn eru hér að fást við kunnuglegt vandamál, enda hafa þeir haldið óhönduglega á foringjamálum sínum í borginni frá því Markús Örn Antonsson sté til hliðar á sínum tíma. Ágætis stjórnmálamenn hafa komið fram en ekki náð að festa sig í sessi sem leiðtogar, einkum vegna þess að tiltrúna og eindrægnina hefur vantað inni í flokknum sjálfum. Árna Sigfússyni var ekki fyllilega treyst, og ekki Ingu Jónu Þórðardóttur heldur. Innkoma Björns Bjarnasonar á sínum tíma var óneitanlega nokkuð sérstök og fól í sér yfirlýsingu um að borgarstjórnarflokkurinn byggi í raun við leiðtogaskort. Og mitt í þeim leiðtogaskorti tekur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson við leiðtogahlutverkinu en nýtur - líkt og Inga Jóna - ekki ótvíræðs stuðnings, því sífellt er verið að leita að einhverjum öðrum leiðtoga. Nú er nefndur til sögunnar Gísli Marteinn Baldursson og raunar fleiri. Össur Skarphéðinsson skrifar í vikunni pistil á heimasíðu sína þar sem hann fjallar um framboðsmál sjálfstæðismanna og sérstaklega hugsanleg átök milli Vilhjálms Þ. og Gísla Marteins. Greinilegt er að Össur gjörþekkir framboðsraunir sjálfstæðismanna og stráir salti í sárin með því að draga athyglina að því að enn eina ferðina kunni menn að vera að upplifa sömu martröðina - enn einn "múrmeldýrsdaginn"! Sú tilraunastarfsemi sem leiðtogaefni sjálfstæðismanna séu að stunda á sjálfum sér, kunni m.ö.o. að hafa slæmar afleiðingar fyrir flokkinn. Það vekur hins vegar athygli að foringjamálin hjá Samfylkingunni eru lítið skýrari en hjá Sjálfstæðisflokknum. Þar eru í það minnsta þrír mjög frambærilegir stjórnmálamenn sem eru tilbúnir að gerast tilraunadýr í leiðtogarannsóknum flokksins. Innbyrðis staða Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra og Stefáns Jóns Hafstein oddvita flokksins er afar óræð og ekki bætir úr skák að Össur hefur sjálfur gefið því undir fótinn að hann útiloki ekki að taka að sér leiðtogahlutverk flokksins í borginni. Slík innkoma forustumanns flokksins á landsvísu - sem hins mikla bjargvætts - minnir raunar óþyrmilega á innkomu Björns Bjarnasonar hjá sjálfstæðismönnum síðast. Sú formúla gekk ekki upp eins og alkunna er. Nú kunna það að vera góð vísindi að endurtaka tilraunir til að kanna hvort ekki fáist sama niðurstaða og í fyrri tilraun - en það væri engu síður skynsamlegt fyrir Össur að hugsa sig vel um áður en hann gerist tilraunadýr í slíkri endurtekningu. Össur hefur þrátt fyrir allt ýmsa valkosti í pólitík á landsvísu enda snjall pólitíkus og það er því talsvert í húfi fyrir hann. Og raunar gildir svipað um önnur leiðtogaefni hjá Samfylkingunni. Gagnrýni þeirra á ósamkomulag sjálfstæðismanna um leiðtoga gæti sem hægast hitt þá sjálfa fyrir. Mistök hjá tilraunadýrunum í leiðtogabaráttu stóru flokkanna munu því ekki hverfa úr þjóðfélagsumræðunni í einni svipan eins og Gíneu-svín Fréttastofu RÚV. Það er því eðlilegt að hik sé á mönnum, því enginn vill vera pólitískt svín frá Gíneu í misheppnaðri stjórnmálatilraun í Reykjavík - allra síst ef verið er að endurtaka fyrri tilraunir sem allar mistókust.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun