Boris í góðum anda 27. ágúst 2005 00:01 Síðasta keppnin á mótaröðinni Sterkasti maður Íslands fór fram um helgina, en keppnin bar heitið Suðurnesjatröllið 2005. Keppnin hófst með látum í Hafnarfirði á föstudaginn, en þaðan lá leiðin í Garðinn og lokaátökin fóru fram í Grindavík. Það var handhafi titilsins Sterkasti maður Íslands, Kristinn "Boris" Haraldsson sem sigraði með nokkrum yfirburðum í keppninni, en hann sigraði í öllum greinunum nema einni. Guðjón Gíslason eða "Gaui Austfjarðatröll" eins og hann er jafnan kallaður, sigraði í lóðakasti yfir rá með kasti upp á 15,5 fet, sem er frábær árangur. Þó sigur Boris hafi verið nokkuð öruggur, var hann ekki á því að hann hafi verið auðveldur. "Það var langt frá því auðvelt að vinna þessa keppni, en mér gekk jú mjög vel," sagði Boris sem var nýgenginn frá matarborðinu í Grindavík þegar blaðamaður náði tali af honum. "Það voru miklar þyngdir í þessu móti núna og í raun held ég að þetta hafi verið erfiðasta mót sumarsins ef undan er skilin keppnin Sterkasti maður Íslands. Það var rosalega góður andi í þessari keppni og margir og skemmtilegir áhorfendur settu svip sinn á hana, auk þess sem við fengum auðvitað ótrúlega gott veður," sagði Boris sem var rispaður og tættur eftir átökin við "Bjargið", sem er hin nýja Húsafellshella í sportinu, en er talsvert mikið þyngri en hellan gamla. "Það var mjög gott fyrir sjálfstraustið að taka þessa keppni svona áður en maður fer út til Kína á Sterkasta mann heims, en ég á nú að vísu eftir að keppa á tveimur mótum í viðbót áður en ég fer þangað," sagði Boris hlæjandi, en hann hefur verið iðinn við kolann á mótum sumarsins."Ég lít fyrst og fremst á þessi mót núna sem æfingu fyrir mig, því mig skortir fyrst og fremst reynslu í þessu sporti. Aflið er nóg hjá mér, en ég verð að öðlast alla þá reynslu sem ég get til að komast í fremstu röð í aflraununum," sagði Boris, sem keppir eins og áður sagði í Sterkasta manni heims í kína í næsta mánuði. Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Síðasta keppnin á mótaröðinni Sterkasti maður Íslands fór fram um helgina, en keppnin bar heitið Suðurnesjatröllið 2005. Keppnin hófst með látum í Hafnarfirði á föstudaginn, en þaðan lá leiðin í Garðinn og lokaátökin fóru fram í Grindavík. Það var handhafi titilsins Sterkasti maður Íslands, Kristinn "Boris" Haraldsson sem sigraði með nokkrum yfirburðum í keppninni, en hann sigraði í öllum greinunum nema einni. Guðjón Gíslason eða "Gaui Austfjarðatröll" eins og hann er jafnan kallaður, sigraði í lóðakasti yfir rá með kasti upp á 15,5 fet, sem er frábær árangur. Þó sigur Boris hafi verið nokkuð öruggur, var hann ekki á því að hann hafi verið auðveldur. "Það var langt frá því auðvelt að vinna þessa keppni, en mér gekk jú mjög vel," sagði Boris sem var nýgenginn frá matarborðinu í Grindavík þegar blaðamaður náði tali af honum. "Það voru miklar þyngdir í þessu móti núna og í raun held ég að þetta hafi verið erfiðasta mót sumarsins ef undan er skilin keppnin Sterkasti maður Íslands. Það var rosalega góður andi í þessari keppni og margir og skemmtilegir áhorfendur settu svip sinn á hana, auk þess sem við fengum auðvitað ótrúlega gott veður," sagði Boris sem var rispaður og tættur eftir átökin við "Bjargið", sem er hin nýja Húsafellshella í sportinu, en er talsvert mikið þyngri en hellan gamla. "Það var mjög gott fyrir sjálfstraustið að taka þessa keppni svona áður en maður fer út til Kína á Sterkasta mann heims, en ég á nú að vísu eftir að keppa á tveimur mótum í viðbót áður en ég fer þangað," sagði Boris hlæjandi, en hann hefur verið iðinn við kolann á mótum sumarsins."Ég lít fyrst og fremst á þessi mót núna sem æfingu fyrir mig, því mig skortir fyrst og fremst reynslu í þessu sporti. Aflið er nóg hjá mér, en ég verð að öðlast alla þá reynslu sem ég get til að komast í fremstu röð í aflraununum," sagði Boris, sem keppir eins og áður sagði í Sterkasta manni heims í kína í næsta mánuði.
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira