Innlent

Frjálsyndir og Framsókn engan mann inn

Sjálfstæðisflokkurinn fengi 47,7% atkvæða og átta borgarfulltrúa, ef kosið yrði nú til borgarstjórnarskosninga, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið, dagana 25.-29. ágúst, og birt er í blaðinu í dag. Samfylkingin fengi 29,4% prósent atkvæða, samkvæmt könnuninni, og fimm borgarfulltrúa og Vinstri grænir næðu tveimur borgarfulltrúum með 13,6 af hundraði. Hvorki Framsókn né Frjálslyndir næðu manni inn í borgarstjórn, en Framsókn fengi tæp 5% atkvæða og Frjálslyndir tvö prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×