Erlent

Verkamannaflokkurinn tapar fylgi

Norski Verkamannaflokkurinn, undir forystu Jens Stoltenberg, tapar örlitlu fylgi í nýrri skoðanakönnun norska dagblaðsins og ríkisútvarpsins NRK, en um þriðjungur Norðmanna segist ætla að kjósa flokkinn í þingkosningunum sem fram fara í Noregi 12. september næstkomandi. Þótt flokkur Kjells Magne Bondevik, Kristilegi þjóðarflokkurinn, vinni örlítið á, er allt útlit fyrir að bandalag vinstri flokkanna nái að tryggja sér meirihluta á norska Stórþinginu og fái áttatíu og átta þingsæti af hundrað sextíu og níu. Samkvæmt könnuninni fengju Kristilegi þjóðarflokkurinn og Framfaraflokkurinn, flokkur Carls I Hagen, samtals sjötíu og níu þingsæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×