Innlent

Gefur ekki kost á sér

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, ætlar ekki að gefa kost á sér til forystu í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi flokksins, sem haldinn verður um miðjan október næstkomandi. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra og verðandi utanríkisráðherra, lýsti því yfir í gær að hann sæktist eftir því að verða næsti formaður Sjálfstæðisflokksins og taka við embættinu af Davíð Oddssyni sem gefur ekki kost á sér áfram. Líklegt þykir að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, bjóði sig fram í embætti varaformanns flokksins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×