Erlent

Tymosjenkó fer gegn Júsjenkó

Júlía Tymosjenkó, sem rekin var úr stóli forsætisráðherra Úkraínu í fyrradag, segist ætla að bjóða sig fram ásamt hópi annarra frambjóðenda í næstu kosningum, sem fram eiga að fara á næsta ári, og freista þess að steypa Viktori Júsjenkó af forsetastóli. Júsjenkó rak Tymosjenkó úr ríkisstjórninni, að sögn til að koma á friði innan stjórnarinnar og slá á ásakanir um græðgi og svindl innan hennar. Þá greindi Yury Yekhanurov, sá sem Júsjenkó hefur beðið um að stilla upp nýrri stjórn, frá því í dag að í stjórnina muni hann aðeins velja sérfræðinga, enga pólitíkusa. Að sögn stjórnmálaspekinga í Úkraínu ætti skipan nýrrar stjórnar að liggja fyrir um miðja næstu viku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×