Taumhald á skepnum! 14. september 2005 00:01 Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, benti á það á morgunverðafundi Viðskiptaráðs Íslands að Seðlabankinn sæti einn að þvi að kæla Íslandsvélina meðan aðrir mokuðu kolum í ofnin. Svo virðist sem verðbólguskotið nú í september hafi vakið marga til umhugsnunar. Það er allavega ljóst að meiri þungi er í umræðunni um hætturnar í efnahagslífinu nú en það var fyrir hálfu ári þegar Viðskiptaráð eða Verslunarráð eins og það hét þá hélt sambærilegan fund. Sömu frummælendur voru á báðum þessum fundum: Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, Vilhjálmur Egilsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Skýrast mátti greina breytinguna milli þessara sex mánaða á máli Vilhjálms fyrir sex mánuðum var hann fremur gagnrýninn á Seðlabankann fyrir að hækka vextina og styrkja með því krónuna. Nú var tónninn annar, enda ljóst að þenslueinkennin eru skýrari nú og kjarasamningar í uppnámi. Sigurjón viðurkenndi að bankarnir eigi sinn þátt í þenslunni með íbúðalánum sínum. Þegar Íbúðalánasjóður hækkaði hámarkslán sín og hækkaði lánshlutfall sitt var ljóst að sjóðurinn myndi taka til sín umframfjármögnun frá bönkunum. Öllum hlaut að vera ljóst að bankarnir myndu leytast við að svara með einhverjum hætti. Niðurstaðan er auðvitað jákvæð fyrir almenning. Vextir af íbúðalánum hafa lækkað. Tímasetningin var hins vegar afleit og jók enn á þensluna í samfélaginu. Bankarnir kynda því einn ofninn í efnhagsvélinni. Almenningur leggur líka sitt að mörkum. Fyrst var endurfjármagnað og yfirdrátturinn greiddur. Síðan tók við sú tilhugsun að fáránlegt væri að vera með ónýttan yfirdrátt, þegar bílar voru á lágu verði og ódýrt að ferðast til útlanda. Eyðslan var því sett í botn á ný og yfirdrátturinn er nú jafn hár og hann var áður en nýju íbúðalánin komu á markaðinn. Ríkið var líka búið að senda mannskapnum greiðsluloforð í formi skattalækkana. Þá kjarabót ætlar fólk að nota til að lækka yfirdráttinn. Þegar þar að kemur. Maður á reyndar eftir að sjá það gerast. Sveitarfélög hafa svo einnig lagt sitt að mörkum til þenslunnar, enda erfitt að segja nei þegar meiri peningar streyma í kassann. Seðlabankinn stendur því einn í að draga niður í tónlistinni og hægja á partíinu. Hinir eru í miklu stuði, en einhverjir fara kannski að hægja á sér eftir síðasta skot. Kjarasamningar eru í hættu og verðbólguhræðslan gerir vart við sig. Hættulegasti tíminn er hins vegar ekki næstu mánuðir . Árið 2007 verður líklega mesti hættutíminn, en ef að mönnum tekst að hægja á nú og kjarasamningarnir reddast, þá verða sennilega allir búnir að gleyma því fyrir jól. Kyndararnir taka til starfa á ný og Seðlabankinn situr eftir einn á ný og talar út í tómið... Þangað til einhver ketillinn springur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, benti á það á morgunverðafundi Viðskiptaráðs Íslands að Seðlabankinn sæti einn að þvi að kæla Íslandsvélina meðan aðrir mokuðu kolum í ofnin. Svo virðist sem verðbólguskotið nú í september hafi vakið marga til umhugsnunar. Það er allavega ljóst að meiri þungi er í umræðunni um hætturnar í efnahagslífinu nú en það var fyrir hálfu ári þegar Viðskiptaráð eða Verslunarráð eins og það hét þá hélt sambærilegan fund. Sömu frummælendur voru á báðum þessum fundum: Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, Vilhjálmur Egilsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Skýrast mátti greina breytinguna milli þessara sex mánaða á máli Vilhjálms fyrir sex mánuðum var hann fremur gagnrýninn á Seðlabankann fyrir að hækka vextina og styrkja með því krónuna. Nú var tónninn annar, enda ljóst að þenslueinkennin eru skýrari nú og kjarasamningar í uppnámi. Sigurjón viðurkenndi að bankarnir eigi sinn þátt í þenslunni með íbúðalánum sínum. Þegar Íbúðalánasjóður hækkaði hámarkslán sín og hækkaði lánshlutfall sitt var ljóst að sjóðurinn myndi taka til sín umframfjármögnun frá bönkunum. Öllum hlaut að vera ljóst að bankarnir myndu leytast við að svara með einhverjum hætti. Niðurstaðan er auðvitað jákvæð fyrir almenning. Vextir af íbúðalánum hafa lækkað. Tímasetningin var hins vegar afleit og jók enn á þensluna í samfélaginu. Bankarnir kynda því einn ofninn í efnhagsvélinni. Almenningur leggur líka sitt að mörkum. Fyrst var endurfjármagnað og yfirdrátturinn greiddur. Síðan tók við sú tilhugsun að fáránlegt væri að vera með ónýttan yfirdrátt, þegar bílar voru á lágu verði og ódýrt að ferðast til útlanda. Eyðslan var því sett í botn á ný og yfirdrátturinn er nú jafn hár og hann var áður en nýju íbúðalánin komu á markaðinn. Ríkið var líka búið að senda mannskapnum greiðsluloforð í formi skattalækkana. Þá kjarabót ætlar fólk að nota til að lækka yfirdráttinn. Þegar þar að kemur. Maður á reyndar eftir að sjá það gerast. Sveitarfélög hafa svo einnig lagt sitt að mörkum til þenslunnar, enda erfitt að segja nei þegar meiri peningar streyma í kassann. Seðlabankinn stendur því einn í að draga niður í tónlistinni og hægja á partíinu. Hinir eru í miklu stuði, en einhverjir fara kannski að hægja á sér eftir síðasta skot. Kjarasamningar eru í hættu og verðbólguhræðslan gerir vart við sig. Hættulegasti tíminn er hins vegar ekki næstu mánuðir . Árið 2007 verður líklega mesti hættutíminn, en ef að mönnum tekst að hægja á nú og kjarasamningarnir reddast, þá verða sennilega allir búnir að gleyma því fyrir jól. Kyndararnir taka til starfa á ný og Seðlabankinn situr eftir einn á ný og talar út í tómið... Þangað til einhver ketillinn springur.
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar