Viðskipti innlent

Gengisvísitala nærri lágmarki

Krónan styrktist um 0,45 prósent í gær og er gengisvísitalan nú við sögulegt lágmark, en eftir því sem vísitalan er lægri er krónan sterkari. Dollarinn er nú kominn niður undir 62 krónur, evran í tæpar 76 og pundið í rúmar 112 krónur. Einu sinni áður hefur krónan verði álíka sterk, en það var í í mars á þessu ári. Eins og greint var frá í fréttum í gær spáir greiningardeild Íslandsbanka því að gengi krónunnar muni lækka um allt að 25 prósent á næstu tveimur árum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×