Fram með besta þjálfarann 20. september 2005 00:01 "Ég tel að það verði fjögur eða fimm lið í baráttunni um titilinn í vetur; Haukar, KA, Valur, HK og Stjarnan," sagði Ágúst Jóhansson, þjálfari kvennaliðs Vals, aðspurður um hvaða lið muni keppa um Íslandsmeistaratitilinn í vetur. "Leikur Vals og HK verður spennandi. Þetta eru tvö vel mönnuð lið sem spila þó ólíkan bolta. Valsmenn keyra meira á hraðaupphlaup og ég hallast að sigri þeirra."Á morgun er svo bæjarslagur Þórs og KA. Ágúst telur KA-menn munu hafa betur í þeim átökum. "Þetta verður hörkuleikur eins og alltaf en Þórsarar hafa misst mikinn mannskap og því held ég að KA vinni þennan leik." Fylkir mætir Víkingi/Fjölni á morgun. "Fylkir vinnur þennan leik. Ég tel að Fylkismenn geti farið í báðar áttir í vetur, þetta gæti gengið upp en svo gæti þetta klikkað. Þeir verðar sterkir varnarlega í vetur og vinna Víking/Fjölni sem hefur misst gríðarlega mikið og ég ætla að Fylkir vinni nokkuð auðveldan sigur."Ágúst spáir óvæntum tíðindum í Safamýrinni á morgun þegar Fram tekur á móti Haukum. "Ég held að Fram vinni Hauka . Fram er tvímælalaust með besta þjálfara deildarinnar í Guðmundi Guðmundssyni og ég held að hann nái að sjóða saman gott lið þrátt fyrir að hafa misst marga leikmenn fyrir tímabilið. Haukarnir verða í toppbaráttunni sem fyrr. Þeir eru með gott lið, hörku heimavöll og með mikla hefð. Einfaldlega gott félag." "ÍR vinnur ÍBV þótt leikið sé úti í Eyjum. ÍR gæti orðið það lið í vetur sem kemur mest á óvart. Þeir eru með mikið af ungum og efnilegum strákum og einfaldlega með mjög frískt lið. Nú eru strákar komnir með hlutverk í liðinu sem hingað til hafa verið aukaleikarar. ÍBV virðist vera í basli með að ná liðinu almennilega saman. Það hefur ekki gengið vel á undirbúningstímabilinu og ég set spurningarmerki við þessa útlendinga sem Eyjamenn fengu til liðsins. Ég sá þá leika í Reykjavíkurmótinu og þeir voru ekki sannfærandi." FH tekur á móti Aftureldingu í Kaplakrika á morgun og spáir Ágúst Mosfellingum þar sigri. "Afturelding hefur svolítið gleymst í umræðunni fyrir mótið. Það er gott lið, strákar sem eru búnir að vera efnilegir og nú er kominn tími til að menn stígi upp og verði góðir. Þeir fengu Guðmund Hrafnkelsson í markið og Hauk Sigurvinsson á miðjuna og þeir eiga eftir að styrkja liðið helling. Ég hallast að því að FH-ingar gætu lent í vandræðum í vetur. Liðið hefur misst leikmenn sem hafa spilað stórt hlutverk hjá þeim á undanförnum árum."Fréttablaðið fékk Ágúst Jóhannsson, þjálfara kvennaliðs Vals, til að spá fyrir um úrslit í 1. umferð DHL-deildar karla sem hefst í kvöld. Ágúst spáir óvæntum úrslitum í leik Framara og Hauka. Íslenski handboltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira
"Ég tel að það verði fjögur eða fimm lið í baráttunni um titilinn í vetur; Haukar, KA, Valur, HK og Stjarnan," sagði Ágúst Jóhansson, þjálfari kvennaliðs Vals, aðspurður um hvaða lið muni keppa um Íslandsmeistaratitilinn í vetur. "Leikur Vals og HK verður spennandi. Þetta eru tvö vel mönnuð lið sem spila þó ólíkan bolta. Valsmenn keyra meira á hraðaupphlaup og ég hallast að sigri þeirra."Á morgun er svo bæjarslagur Þórs og KA. Ágúst telur KA-menn munu hafa betur í þeim átökum. "Þetta verður hörkuleikur eins og alltaf en Þórsarar hafa misst mikinn mannskap og því held ég að KA vinni þennan leik." Fylkir mætir Víkingi/Fjölni á morgun. "Fylkir vinnur þennan leik. Ég tel að Fylkismenn geti farið í báðar áttir í vetur, þetta gæti gengið upp en svo gæti þetta klikkað. Þeir verðar sterkir varnarlega í vetur og vinna Víking/Fjölni sem hefur misst gríðarlega mikið og ég ætla að Fylkir vinni nokkuð auðveldan sigur."Ágúst spáir óvæntum tíðindum í Safamýrinni á morgun þegar Fram tekur á móti Haukum. "Ég held að Fram vinni Hauka . Fram er tvímælalaust með besta þjálfara deildarinnar í Guðmundi Guðmundssyni og ég held að hann nái að sjóða saman gott lið þrátt fyrir að hafa misst marga leikmenn fyrir tímabilið. Haukarnir verða í toppbaráttunni sem fyrr. Þeir eru með gott lið, hörku heimavöll og með mikla hefð. Einfaldlega gott félag." "ÍR vinnur ÍBV þótt leikið sé úti í Eyjum. ÍR gæti orðið það lið í vetur sem kemur mest á óvart. Þeir eru með mikið af ungum og efnilegum strákum og einfaldlega með mjög frískt lið. Nú eru strákar komnir með hlutverk í liðinu sem hingað til hafa verið aukaleikarar. ÍBV virðist vera í basli með að ná liðinu almennilega saman. Það hefur ekki gengið vel á undirbúningstímabilinu og ég set spurningarmerki við þessa útlendinga sem Eyjamenn fengu til liðsins. Ég sá þá leika í Reykjavíkurmótinu og þeir voru ekki sannfærandi." FH tekur á móti Aftureldingu í Kaplakrika á morgun og spáir Ágúst Mosfellingum þar sigri. "Afturelding hefur svolítið gleymst í umræðunni fyrir mótið. Það er gott lið, strákar sem eru búnir að vera efnilegir og nú er kominn tími til að menn stígi upp og verði góðir. Þeir fengu Guðmund Hrafnkelsson í markið og Hauk Sigurvinsson á miðjuna og þeir eiga eftir að styrkja liðið helling. Ég hallast að því að FH-ingar gætu lent í vandræðum í vetur. Liðið hefur misst leikmenn sem hafa spilað stórt hlutverk hjá þeim á undanförnum árum."Fréttablaðið fékk Ágúst Jóhannsson, þjálfara kvennaliðs Vals, til að spá fyrir um úrslit í 1. umferð DHL-deildar karla sem hefst í kvöld. Ágúst spáir óvæntum úrslitum í leik Framara og Hauka.
Íslenski handboltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira