Guðmundur byrjar vel með Fram 21. september 2005 00:01 Fyrsta umferðin í DHL-deild karla fór fram í gær. Nokkrir athyglisverðir leikir fóru fram eins og viðureign ÍBV og ÍR í Eyjum þar sem ÍR kjöldró heimamenn. KA vann Akureyrarslaginn og Fylkir byrjaði vel gegn Víking/Fjölni. Stórleikur kvöldsins var þó viðureign Fram og Íslandsmeistara Hauka. Guðmundur Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari, er tekinn aftur við Fram og strákarnir hans litu verulega vel út lengstum gegn meisturunum. Hið sama verður ekki sagt um meistarana sem litu skelfilega út og maður spurði sig um tíma hvort þeir hefðu yfir höfuð æft í sumar - svo illu litu þeir út. Ef ekki hefði verið fyrir stórleik Birkis Ívars í síðari hálfleik - en hann lokaði markinu í 15 mínútur - hefðu Haukar steinlegið. Fram átti sigurinn fyllilega skilinn í gær, en það segir meira en mörg orð þegar lið vinnur meistarana án þess að skora í 15 mínútur. "Ég er mjög ánægður og þetta var mjög sannfærandi hjá okkur lengstum. Vörn og markvarsla var fín og hraðaupphlaupin gengu líka vel. Mér fannst fyrri hálfleikurinn frábær og það var óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn en þar spilar reynsluleysi inn í," sagði Guðmundur kampakátur eftir leikinn. Athygli vakti arfaslakur leikur Úkraínumannsins, Serenko, og var ekki hægt að spyrja Guðmund um annað en hvort hann ætlaði að senda kauða heim. "Vonandi skánar hann en vissulega var hann slakur í dag. Hann fær nokkur tækifæri." Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, var að vonum brúnaþungur. Fyrsta spurning var hvort Haukar hefðu ekki æft í sumar? "Jú, við æfðum mjög vel og það er búið að prófa menn og þeir eru í fínu formi. Strákarnir sem voru með U-21 árs liðinu eru þó ekki í formi. Það gerist oft þegar menn fara á HM þá eru þeir ekki í formi þegar tímabilið hefst á ný. Við eigum nokkuð í land og þurfum aðeins meiri tíma," sagði Páll. Íslenski handboltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira
Fyrsta umferðin í DHL-deild karla fór fram í gær. Nokkrir athyglisverðir leikir fóru fram eins og viðureign ÍBV og ÍR í Eyjum þar sem ÍR kjöldró heimamenn. KA vann Akureyrarslaginn og Fylkir byrjaði vel gegn Víking/Fjölni. Stórleikur kvöldsins var þó viðureign Fram og Íslandsmeistara Hauka. Guðmundur Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari, er tekinn aftur við Fram og strákarnir hans litu verulega vel út lengstum gegn meisturunum. Hið sama verður ekki sagt um meistarana sem litu skelfilega út og maður spurði sig um tíma hvort þeir hefðu yfir höfuð æft í sumar - svo illu litu þeir út. Ef ekki hefði verið fyrir stórleik Birkis Ívars í síðari hálfleik - en hann lokaði markinu í 15 mínútur - hefðu Haukar steinlegið. Fram átti sigurinn fyllilega skilinn í gær, en það segir meira en mörg orð þegar lið vinnur meistarana án þess að skora í 15 mínútur. "Ég er mjög ánægður og þetta var mjög sannfærandi hjá okkur lengstum. Vörn og markvarsla var fín og hraðaupphlaupin gengu líka vel. Mér fannst fyrri hálfleikurinn frábær og það var óþarfi að hleypa þeim inn í leikinn en þar spilar reynsluleysi inn í," sagði Guðmundur kampakátur eftir leikinn. Athygli vakti arfaslakur leikur Úkraínumannsins, Serenko, og var ekki hægt að spyrja Guðmund um annað en hvort hann ætlaði að senda kauða heim. "Vonandi skánar hann en vissulega var hann slakur í dag. Hann fær nokkur tækifæri." Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, var að vonum brúnaþungur. Fyrsta spurning var hvort Haukar hefðu ekki æft í sumar? "Jú, við æfðum mjög vel og það er búið að prófa menn og þeir eru í fínu formi. Strákarnir sem voru með U-21 árs liðinu eru þó ekki í formi. Það gerist oft þegar menn fara á HM þá eru þeir ekki í formi þegar tímabilið hefst á ný. Við eigum nokkuð í land og þurfum aðeins meiri tíma," sagði Páll.
Íslenski handboltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Sjá meira