Ráðherrar fóru gegn ráðgjöf HSBC 22. september 2005 00:01 Ráðherranefndin skipaði framkvæmdanefnd um einkavæðingu að fara gegn ráðum alþjóðlega fjárfestingabankans HSBC um lykilatriði í sölu Landsbankans árið 2002. HSBC var ráðgjafi framkvæmdanefndar um söluna á Landsbankanum og Búnaðarbankanum á sínum tíma. Í skýrslu sem HSBC vann fyrir framkvæmdanefnd í september 2002 var lagt mat á tilboð þriggja bjóðenda í Landsbankann, Samson, S-hópinn og Kaldbak. Þegar Fréttablaðið birti greinaröð um einkavæðingu bankanna í lok maí síðastliðnum var óskað eftir afriti af þessari skýrslu. Því synjaði framkvæmdanefnd en úrskurðarnefnd í upplýsingamálum felldi synjunina í gildi og í kjölfarið fékk Fréttablaðið eintak af skýrslunni, sem og skýrslu bankans um söluna á Búnaðarbankanum skömmu síðar. Í skýrslunni varaði HSBC ítrekað við því að framkvæmdanefnd færi í samningaviðræður við einn bjóðanda jafn snemma á söluferlinu og gert var. Það fæli í sér hættu á að bjóðanda tækist að lækka verðtilboð sitt í viðræðunum. Verðtilboð Samson var töluvert lægra en hinna bjóðendanna tveggja. Samson bauð á bilinu 3 til 3,90 á hlut, S-hópurinn 4,10 og Kaldbakur 4,16. HSBC mælti með því að sett yrðu skilyrði um að Samson stæði við efri mörk verðtilboðsins þegar tilkynnt væri um samningaviðræður. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferlið kemur fram að framkvæmdanefndin hafi lagt niðurstöður HSBC fyrir ráðherranefndina án þess að gera tillögu um hvaða tilboði skyldi tekið. Í kjölfarið tók ráðherranefndin þá ákvörðun að á grundvalli mats HSBC skyldi Samson boðið til beinna viðræðna um kaup á hlut ríkisins í Landsbankanum og tókst Samson, líkt og HSBC hafði varað við, að lækka verðtilboð sitt um 700 milljónir. Í ráðherranefnd áttu sæti Davíð Oddsson, Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir. Ágreiningur í framkvæmdanefnd varð vegna þess að ekki var farið að ráðum HSBC og sagði Steingrímur Ari Arason sig úr nefndinni í kjölfarið. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson eða Davíð Oddsson í gær. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Ráðherranefndin skipaði framkvæmdanefnd um einkavæðingu að fara gegn ráðum alþjóðlega fjárfestingabankans HSBC um lykilatriði í sölu Landsbankans árið 2002. HSBC var ráðgjafi framkvæmdanefndar um söluna á Landsbankanum og Búnaðarbankanum á sínum tíma. Í skýrslu sem HSBC vann fyrir framkvæmdanefnd í september 2002 var lagt mat á tilboð þriggja bjóðenda í Landsbankann, Samson, S-hópinn og Kaldbak. Þegar Fréttablaðið birti greinaröð um einkavæðingu bankanna í lok maí síðastliðnum var óskað eftir afriti af þessari skýrslu. Því synjaði framkvæmdanefnd en úrskurðarnefnd í upplýsingamálum felldi synjunina í gildi og í kjölfarið fékk Fréttablaðið eintak af skýrslunni, sem og skýrslu bankans um söluna á Búnaðarbankanum skömmu síðar. Í skýrslunni varaði HSBC ítrekað við því að framkvæmdanefnd færi í samningaviðræður við einn bjóðanda jafn snemma á söluferlinu og gert var. Það fæli í sér hættu á að bjóðanda tækist að lækka verðtilboð sitt í viðræðunum. Verðtilboð Samson var töluvert lægra en hinna bjóðendanna tveggja. Samson bauð á bilinu 3 til 3,90 á hlut, S-hópurinn 4,10 og Kaldbakur 4,16. HSBC mælti með því að sett yrðu skilyrði um að Samson stæði við efri mörk verðtilboðsins þegar tilkynnt væri um samningaviðræður. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferlið kemur fram að framkvæmdanefndin hafi lagt niðurstöður HSBC fyrir ráðherranefndina án þess að gera tillögu um hvaða tilboði skyldi tekið. Í kjölfarið tók ráðherranefndin þá ákvörðun að á grundvalli mats HSBC skyldi Samson boðið til beinna viðræðna um kaup á hlut ríkisins í Landsbankanum og tókst Samson, líkt og HSBC hafði varað við, að lækka verðtilboð sitt um 700 milljónir. Í ráðherranefnd áttu sæti Davíð Oddsson, Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir. Ágreiningur í framkvæmdanefnd varð vegna þess að ekki var farið að ráðum HSBC og sagði Steingrímur Ari Arason sig úr nefndinni í kjölfarið. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson eða Davíð Oddsson í gær.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira