Ýjar að því að hafa gögn um Baug 26. september 2005 00:01 Ritstjóri Morgunblaðsins lætur óbeint að því liggja í blaðinu í dag að hann hafi undir höndum gögn sem sýni að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi gefið lögfræðingum sínum fyrirmæli um að ganga á milli bols og höfuðs á Jóni Gerald Sullenberger, bæði fjárhagslega og viðskiptalega. Styrmir Gunnarsson ritstjóri fer þannig í málið að varpa fram þeirri spurningu hvort satt sé að einhverjir aðilar á vegum fyrrverandi viðskiptafélaga Jóns Geralds Sullenbergers hjá Baugi hafi ráðið einkaspæjara í Bandaríkjunum til þess að rannsaka einkahagi hans og eiginkonu hans og líf þeirra allt. Í sama dúr spyr Styrmir hvort til sé tölvupóstur yfir það að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi gefið fyrirmæli til lögfræðinga sinna um að það skuli gengið milli bols og höfuðs á Jóni Gerald fjárhagslega og viðskiptalega. Hann segir þó ekki nánar hvort það séu einmitt þau gögn, sem blaðið hefur undir höndum, og svari þá áðurnefndum spurningum, en óneitanlega bendir flest til þess. Hann segir enn fremur að það hefði komið sér illa fyrir Baugsmenn ef Morgunblaðið hefði á sínum tíma birt gögn um innanhússamskipti milli manna í Baugi og milli þeirra annars vegar og viðskiptafélaga þeirra í Flórída hins vegar. Þau gögn séu enn í fórum blaðsins og um helgina hafi ýmsir kvatt sig til að birta þau í ljósi þess að blað í eigu Baugsmanna hafi verið að birta gömul tölvupóstsviðskipti sín við annað fólk. Styrmir segist vera að hugleiða þessar hvatningar og segir svo orðrétt: „Það sem mælir á móti að gera það, úr því sem komið er, er einfaldlega það að maður á helst ekki að brjóta eigin starfsreglur þótt aðrir geri það. En svo er sagt að nauðsyn brjóti lög,“ segir Styrmir Gunnarsson. Hann hefur boðað til fundar með starfsmönnum sínum klukkan tvö í dag til að skýra málið fyrir þeim. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Ritstjóri Morgunblaðsins lætur óbeint að því liggja í blaðinu í dag að hann hafi undir höndum gögn sem sýni að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi gefið lögfræðingum sínum fyrirmæli um að ganga á milli bols og höfuðs á Jóni Gerald Sullenberger, bæði fjárhagslega og viðskiptalega. Styrmir Gunnarsson ritstjóri fer þannig í málið að varpa fram þeirri spurningu hvort satt sé að einhverjir aðilar á vegum fyrrverandi viðskiptafélaga Jóns Geralds Sullenbergers hjá Baugi hafi ráðið einkaspæjara í Bandaríkjunum til þess að rannsaka einkahagi hans og eiginkonu hans og líf þeirra allt. Í sama dúr spyr Styrmir hvort til sé tölvupóstur yfir það að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi gefið fyrirmæli til lögfræðinga sinna um að það skuli gengið milli bols og höfuðs á Jóni Gerald fjárhagslega og viðskiptalega. Hann segir þó ekki nánar hvort það séu einmitt þau gögn, sem blaðið hefur undir höndum, og svari þá áðurnefndum spurningum, en óneitanlega bendir flest til þess. Hann segir enn fremur að það hefði komið sér illa fyrir Baugsmenn ef Morgunblaðið hefði á sínum tíma birt gögn um innanhússamskipti milli manna í Baugi og milli þeirra annars vegar og viðskiptafélaga þeirra í Flórída hins vegar. Þau gögn séu enn í fórum blaðsins og um helgina hafi ýmsir kvatt sig til að birta þau í ljósi þess að blað í eigu Baugsmanna hafi verið að birta gömul tölvupóstsviðskipti sín við annað fólk. Styrmir segist vera að hugleiða þessar hvatningar og segir svo orðrétt: „Það sem mælir á móti að gera það, úr því sem komið er, er einfaldlega það að maður á helst ekki að brjóta eigin starfsreglur þótt aðrir geri það. En svo er sagt að nauðsyn brjóti lög,“ segir Styrmir Gunnarsson. Hann hefur boðað til fundar með starfsmönnum sínum klukkan tvö í dag til að skýra málið fyrir þeim.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira