Innlent

Guðmundur Páll verður bæjarstjóri

Skessuhorn, vikublað Vestlendinga, segir á heimasíðu sinni að bæjarmálaflokkar Framsóknarflokks og Samfylkingarinnar, sem mynda meirihluta í bæjarstjórn Akraness, hafi komist að samkomulagi um að Guðmundur Páll Jónsson, oddviti framsóknarmanna í bæjarstjórn og forseti bæjarstjórnar, taki við starfi bæjarstjóra af Gísla Gíslasyni og gegni því út kjörtímabilið sem rennur út í vor. Ekki sé fyrirliggjandi að hver tekur við starfi Guðmundar Páls sem forseti bæjarstjórnar og ekki er að full frágengið milli flokkanna hvort aðrar breytingar verði á skipan einstakra embætta. Bæjarstjórnarfundur Akraneskaupstaðar verður haldin klukkan fimm í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×