Savickas sigraði í Quebec 28. september 2005 00:01 Keppnin Mótið var haldið í íshokkíhöll borgarinnar og mættu um 6000 áhorfendur hvorn dag, nokkrir Íslendingar voru á svæðinu en þetta árið hafði engin frá Íslandi komist gegnum undankeppnirnar. Magnús Ver Magnússon fjórfaldur sterkasti maður heims var yfirdómari á mótinu ásamt Douglas Edmund frá Skotlandi. Mótið var allt hið glæsilegasta og vel að öllu staðið, allur aðbúnaður til fyrirmyndar og höfðu I.F.S.A menn meðal annars látið smíða nýjan glæsilegan keppnisbúnað fyrir allar greinar sem m.a. hjálpar til við að samhæfa heimsmet og auðveldar að bera saman árangur á milli móta. Augljóst var af umfangi mótsins að aflraunir eru eitt mest vaxandi sport í heiminum og sást það m.a. á verðlaunafé mótsins sem var samtals 13.5 milljónir króna. Það vakti athygli hversu sterkir austantjaldsmenn voru á þessu móti en þeir voru í 5 efstu sætunum. Meðal keppenda voru m.a. Svendt Karlsen frá Noregi sem var sterkasti maður heims 2001 en hann þurfti að hætta eftir fyrsta dag vegna hnémeiðsla, Magnus Samuelsson frá Svíþjóð en hann hefur einnig verið sterkasti maður heims en náði áttunda sæti í ár. Frá Bandaríkjunum var Karl Gillingham sem átti við axlameiðsli að stríða og endaði tólfti, einnig frá Bandaríkjunum var Phil Pfister sem átti hörku gott mót og endaði sjötti en þriðji keppandinn frá Bandaríkjunum var Travis Ortmeyer sem er eingöngu 24 ára gamall en náði samt að vinna síðustu greinina og setja heimsmet í nýju aflraunasteinunum, hann endaði í tíunda sæti í heildarkeppninni. Frá Finlandi kom Tomi Lotta sem átti ágæta byrjun en veiktist eftir fyrsta dag og helltist því úr keppni, frá Póllandi kom Robert Szchpanski en hann setti heimsmet með því að labba með I.F.S.A. skjöldinn sem er svipuð grein og Íslenska Húsafellshellan, Robert labbaði með skjöldinn sem er 182.5kg slétta 100 metra. Andrus Murumets frá Eistlandi setti heimsmet í bóndagöngu en hún var mun þyngri en gengur og gerist en keppendur þurftu að bera 160kg. Í hvorri hönd 50m braut og Andrus var sá eini sem náði að klára þá vegalengd. Sydrunas Savickas frá Litháen sigraði mótið og setti 3 heimsmet, fyrsta metið var í 30m uxagöngu þar sem keppendur bera 410kg. Þungar kleifar á herðum sér og náði Sydrunas tímanum 16.14 sek. Næsta met setti hann í Appollo öxlalyftunni sem snýst um að lyfta 155kg. Þungum öxli með stálhjólum á frá sköflung og enda með útréttar hendur yfir höfuð eins oft og hægt er á 90 sek. en Sydrunas náði 8 lyftum en fyrra met var 5 lyftur. Síðasta metið setti hann svo í réttstöðulyftu þar sem keppt var að lyfta 320kg þungri stöng frá gólfi uppað mjöðm sem oftast á 90 sek. Sydrunas lyfti stönginni 10 sinnum en fyrra met var 8 lyftur. Úrslitin urðu annars þessi Sydrunas Savickas Litháen 103 Vasyl Virastyuk Úkraínu 96 Mikhail Kokylaev Rússlandi 93,5 Andrus Murumets Eistlandi 86 Raimonds Bergmanis Lettlandi 84,5 Phil Pfister USA 82,5 Vidas Blekaitis Litháen 81,5 Magnus Samuelsson Svíðþjóð 69 Robert Szchpanski Póllandi 67 Travis Ortmayer USA 64,5 Geoff Dolan Kanada 54,5 Karl Gillingham USA 43 Mark Felix Grenada 42,5 Igor Pedan Rússlandi 42 Svendt Karlsen Noregi hætti keppni vegna hnémeiðsla Tommi Lotta Finlandi hætti keppni vegna veikinda Íþróttir Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira
Keppnin Mótið var haldið í íshokkíhöll borgarinnar og mættu um 6000 áhorfendur hvorn dag, nokkrir Íslendingar voru á svæðinu en þetta árið hafði engin frá Íslandi komist gegnum undankeppnirnar. Magnús Ver Magnússon fjórfaldur sterkasti maður heims var yfirdómari á mótinu ásamt Douglas Edmund frá Skotlandi. Mótið var allt hið glæsilegasta og vel að öllu staðið, allur aðbúnaður til fyrirmyndar og höfðu I.F.S.A menn meðal annars látið smíða nýjan glæsilegan keppnisbúnað fyrir allar greinar sem m.a. hjálpar til við að samhæfa heimsmet og auðveldar að bera saman árangur á milli móta. Augljóst var af umfangi mótsins að aflraunir eru eitt mest vaxandi sport í heiminum og sást það m.a. á verðlaunafé mótsins sem var samtals 13.5 milljónir króna. Það vakti athygli hversu sterkir austantjaldsmenn voru á þessu móti en þeir voru í 5 efstu sætunum. Meðal keppenda voru m.a. Svendt Karlsen frá Noregi sem var sterkasti maður heims 2001 en hann þurfti að hætta eftir fyrsta dag vegna hnémeiðsla, Magnus Samuelsson frá Svíþjóð en hann hefur einnig verið sterkasti maður heims en náði áttunda sæti í ár. Frá Bandaríkjunum var Karl Gillingham sem átti við axlameiðsli að stríða og endaði tólfti, einnig frá Bandaríkjunum var Phil Pfister sem átti hörku gott mót og endaði sjötti en þriðji keppandinn frá Bandaríkjunum var Travis Ortmeyer sem er eingöngu 24 ára gamall en náði samt að vinna síðustu greinina og setja heimsmet í nýju aflraunasteinunum, hann endaði í tíunda sæti í heildarkeppninni. Frá Finlandi kom Tomi Lotta sem átti ágæta byrjun en veiktist eftir fyrsta dag og helltist því úr keppni, frá Póllandi kom Robert Szchpanski en hann setti heimsmet með því að labba með I.F.S.A. skjöldinn sem er svipuð grein og Íslenska Húsafellshellan, Robert labbaði með skjöldinn sem er 182.5kg slétta 100 metra. Andrus Murumets frá Eistlandi setti heimsmet í bóndagöngu en hún var mun þyngri en gengur og gerist en keppendur þurftu að bera 160kg. Í hvorri hönd 50m braut og Andrus var sá eini sem náði að klára þá vegalengd. Sydrunas Savickas frá Litháen sigraði mótið og setti 3 heimsmet, fyrsta metið var í 30m uxagöngu þar sem keppendur bera 410kg. Þungar kleifar á herðum sér og náði Sydrunas tímanum 16.14 sek. Næsta met setti hann í Appollo öxlalyftunni sem snýst um að lyfta 155kg. Þungum öxli með stálhjólum á frá sköflung og enda með útréttar hendur yfir höfuð eins oft og hægt er á 90 sek. en Sydrunas náði 8 lyftum en fyrra met var 5 lyftur. Síðasta metið setti hann svo í réttstöðulyftu þar sem keppt var að lyfta 320kg þungri stöng frá gólfi uppað mjöðm sem oftast á 90 sek. Sydrunas lyfti stönginni 10 sinnum en fyrra met var 8 lyftur. Úrslitin urðu annars þessi Sydrunas Savickas Litháen 103 Vasyl Virastyuk Úkraínu 96 Mikhail Kokylaev Rússlandi 93,5 Andrus Murumets Eistlandi 86 Raimonds Bergmanis Lettlandi 84,5 Phil Pfister USA 82,5 Vidas Blekaitis Litháen 81,5 Magnus Samuelsson Svíðþjóð 69 Robert Szchpanski Póllandi 67 Travis Ortmayer USA 64,5 Geoff Dolan Kanada 54,5 Karl Gillingham USA 43 Mark Felix Grenada 42,5 Igor Pedan Rússlandi 42 Svendt Karlsen Noregi hætti keppni vegna hnémeiðsla Tommi Lotta Finlandi hætti keppni vegna veikinda
Íþróttir Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sjá meira