Krefur ráðuneytið um upplýsingar 28. september 2005 00:01 Umboðsmaður Alþingis kannar ekki hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum til S-hópsins árið 2002. Umboðsmaður krefur þó forsætisráðuneytið um upplýsingar um hvaða reglum sé fylgt við einkavæðingu. Umboðsmaður Alþingis segir í áliti fyrir stjórnarandstöðuna um hæfi Halldórs Ásgrímssonar varðandi sölu Búnaðarbankans til S-hópsins að eins og á standi séu ekki forsendur til athugunarinnar að hans frumkvæði. Hann hefur hins vegar sent forsætisráðuneytinu erindi þar sem farið er fram á upplýsingar um einkavæðingu ríkisins. Markmiðið sé að bæta fyrirkomulagið til frambúðar. Spurningar umboðsmanns til forsætisráðuneytisins eru þessar: Í fyrsta lagi hvort til standi að skýra betur eða setja ný lög um framkvæmd einkavæðingar enda liggi fyrir álit Ríkisendurskoðunar sem segi verklagsreglur um framkvæmd einkavæðingar óljósar og hvatt til að þær verði skýrðar frekar. Þetta gerði Ríkisendurskoðun raunar líka í skýrslu vegna sölu Landsbankans. Í öðru lagi hvort skýra eigi betur stöðu aðila sem hafa með einkavæðinguna að gera. Umboðsmaður spyr í bréfi sínu hvort til standi að skýra betur verksvið þeirra nefnda og viðkomandi ríkisfyrirtækja sem að einkavæðingunni koma. Umboðsmaður spyr í þriðja lagi hvort, og þá hvaða, reglum eða verklagi hafi verið fylgt í tengslum við upplýsingagjöf þeirra sem komið hafa að einkavæðingaferlinu með tilliti til hugsanlegs vanhæfis. Ef slíkt verklag hafi ekki verið viðhaft spyr umboðsmaður hvort ekki sé rétt að slíku verklagi verði komið á. Fjórða spurning umboðsmanns til forsætisráðuneytis vegna einkavæðingar beinist svo að því hvort til standi að selja hlut ríkisins í einstaka félögum eða fyrirtækjum í þess eigu. Umboðsmaður vill vita hvort þurfi að skerpa á reglum um einkavæðingu með lögum eða endurskoðun gildandi reglna. Forsætisráðuneyti ber að svara umboðsmanni áður en október er liðinn. Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis kannar ekki hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra við sölu ríkisins á Búnaðarbankanum til S-hópsins árið 2002. Umboðsmaður krefur þó forsætisráðuneytið um upplýsingar um hvaða reglum sé fylgt við einkavæðingu. Umboðsmaður Alþingis segir í áliti fyrir stjórnarandstöðuna um hæfi Halldórs Ásgrímssonar varðandi sölu Búnaðarbankans til S-hópsins að eins og á standi séu ekki forsendur til athugunarinnar að hans frumkvæði. Hann hefur hins vegar sent forsætisráðuneytinu erindi þar sem farið er fram á upplýsingar um einkavæðingu ríkisins. Markmiðið sé að bæta fyrirkomulagið til frambúðar. Spurningar umboðsmanns til forsætisráðuneytisins eru þessar: Í fyrsta lagi hvort til standi að skýra betur eða setja ný lög um framkvæmd einkavæðingar enda liggi fyrir álit Ríkisendurskoðunar sem segi verklagsreglur um framkvæmd einkavæðingar óljósar og hvatt til að þær verði skýrðar frekar. Þetta gerði Ríkisendurskoðun raunar líka í skýrslu vegna sölu Landsbankans. Í öðru lagi hvort skýra eigi betur stöðu aðila sem hafa með einkavæðinguna að gera. Umboðsmaður spyr í bréfi sínu hvort til standi að skýra betur verksvið þeirra nefnda og viðkomandi ríkisfyrirtækja sem að einkavæðingunni koma. Umboðsmaður spyr í þriðja lagi hvort, og þá hvaða, reglum eða verklagi hafi verið fylgt í tengslum við upplýsingagjöf þeirra sem komið hafa að einkavæðingaferlinu með tilliti til hugsanlegs vanhæfis. Ef slíkt verklag hafi ekki verið viðhaft spyr umboðsmaður hvort ekki sé rétt að slíku verklagi verði komið á. Fjórða spurning umboðsmanns til forsætisráðuneytis vegna einkavæðingar beinist svo að því hvort til standi að selja hlut ríkisins í einstaka félögum eða fyrirtækjum í þess eigu. Umboðsmaður vill vita hvort þurfi að skerpa á reglum um einkavæðingu með lögum eða endurskoðun gildandi reglna. Forsætisráðuneyti ber að svara umboðsmanni áður en október er liðinn.
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Stj.mál Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Sjá meira