Vaxtahækkunin ekki góð tíðindi 30. september 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir vaxtahækkun Seðlabankans ekki góð tíðindi. Hann telur vafasamt að hún verði til að slá á þá eftirspurn sem drífi áfram verðbólguna og varar fjölskyldur við of mikilli skuldsetningu. Varaformaður fjárlaganefndar segir lækninguna hættulegri en sjúkdóminn. Halldór segist ekki sammála Seðlabankanum að velja þá leið að hækka vexti en bankinn sé sjálfstæður og taki sínar eigin ákvarðanir. Þó geti þetta orðið til þess að hægja á útánum bankanna. Halldór segir að Seðlabankinn telji aðhald ríkisvaldsins nægilegt og gagnrýni ekki efnahagsstjórn. Hins vegar sé einkaneysla farin úr böndunum og útlán til hennar séu stærsti vandinn í dag. Hann segist óttast að aðgangur fyrirtækja og einstaklinga að erlendu lánsfé valdi því að vaxtahækkunin hafi ekki tilætluð áhrif en vonandi verði þetta slík viðvörun til fjármálastofnana. Gengi krónunnar náði sögulegum hæðum í morgun þegar það hækkaði um tæp tvö prósent eftir að markaðir opnuðu. Þrátt fyrir að það hafi lækkað lítillega þegar leið á daginn er þetta einhver mesta hækkun sem hefur orðið á einum degi. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, er ekki hrifinn af vaxtahækkun Seðlabankans frekar en fyrri daginn og segir lækningaraferðir bankans hættulegri en sjúkdóminn sjálfan. Hættan í þessu sé sú að gengið ofrísi. Viðskiptahallinn mun halda áfram að vaxa að sögn Einars og svo kemur að því fyrr en síðar að gengið bresti. „Þá getur fallið orðið miklu meira en þörf er á,“ segir Einar. Einar segir að aðgerðir Seðlabankans geti aldrei komið í veg fyrir verðbólgu ef laun hækki umfram það sem að efnahagslífið beri. Það geti í mesta lagi frestað henni. Þó sé hann sammála Seðlabankanum um það að þegar bláloginn standi upp úr allri framleiðslu á Íslandi, þegar öllu hafi verið lokað og ferðaiðnaðurinn í rúst, þá viti hann að það verði lítil verðbólga á Íslandi. Mikil viðskipti voru á skuldabréfamarkaði í dag í kjölfar tilkynningar Seðlabankans um vaxtahækkun en heildarveltan var tæpir sautján milljarðar. Hækkaðir stýrivextir draga að sér erlent fjármagn sem vinnur gegn áhrifum vaxtahækkanna. Gengi krónunnar hafði hækkað um tæp þrjú prósent í lok dagsins sem er þriðja mesta hækkun frá því fjármagnsflutningar voru gefnir frjálsir á Íslandi. Viðskipti Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir vaxtahækkun Seðlabankans ekki góð tíðindi. Hann telur vafasamt að hún verði til að slá á þá eftirspurn sem drífi áfram verðbólguna og varar fjölskyldur við of mikilli skuldsetningu. Varaformaður fjárlaganefndar segir lækninguna hættulegri en sjúkdóminn. Halldór segist ekki sammála Seðlabankanum að velja þá leið að hækka vexti en bankinn sé sjálfstæður og taki sínar eigin ákvarðanir. Þó geti þetta orðið til þess að hægja á útánum bankanna. Halldór segir að Seðlabankinn telji aðhald ríkisvaldsins nægilegt og gagnrýni ekki efnahagsstjórn. Hins vegar sé einkaneysla farin úr böndunum og útlán til hennar séu stærsti vandinn í dag. Hann segist óttast að aðgangur fyrirtækja og einstaklinga að erlendu lánsfé valdi því að vaxtahækkunin hafi ekki tilætluð áhrif en vonandi verði þetta slík viðvörun til fjármálastofnana. Gengi krónunnar náði sögulegum hæðum í morgun þegar það hækkaði um tæp tvö prósent eftir að markaðir opnuðu. Þrátt fyrir að það hafi lækkað lítillega þegar leið á daginn er þetta einhver mesta hækkun sem hefur orðið á einum degi. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, er ekki hrifinn af vaxtahækkun Seðlabankans frekar en fyrri daginn og segir lækningaraferðir bankans hættulegri en sjúkdóminn sjálfan. Hættan í þessu sé sú að gengið ofrísi. Viðskiptahallinn mun halda áfram að vaxa að sögn Einars og svo kemur að því fyrr en síðar að gengið bresti. „Þá getur fallið orðið miklu meira en þörf er á,“ segir Einar. Einar segir að aðgerðir Seðlabankans geti aldrei komið í veg fyrir verðbólgu ef laun hækki umfram það sem að efnahagslífið beri. Það geti í mesta lagi frestað henni. Þó sé hann sammála Seðlabankanum um það að þegar bláloginn standi upp úr allri framleiðslu á Íslandi, þegar öllu hafi verið lokað og ferðaiðnaðurinn í rúst, þá viti hann að það verði lítil verðbólga á Íslandi. Mikil viðskipti voru á skuldabréfamarkaði í dag í kjölfar tilkynningar Seðlabankans um vaxtahækkun en heildarveltan var tæpir sautján milljarðar. Hækkaðir stýrivextir draga að sér erlent fjármagn sem vinnur gegn áhrifum vaxtahækkanna. Gengi krónunnar hafði hækkað um tæp þrjú prósent í lok dagsins sem er þriðja mesta hækkun frá því fjármagnsflutningar voru gefnir frjálsir á Íslandi.
Viðskipti Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira