Innlent

Búist við 14,2 milljarða afgangi

Áætlað er að skila ríkissjóði með 14,2 milljarða tekjuafgangi samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í dag. Hreinar skuldir ríkissjóðs verða sjö prósent af vergri landsframleiðslu á næsta ári en voru, þrjátíu og fimm prósent landsframleiðslunnar árið 1996. Árni Mathiesen, sem nýverið tók við embætti fjármálaráðherra, segir þetta sýna sterka stöðu ríkissjóðs og að afgangurinn nemi 1,4 prósentum af landsframleiðslu. Þá segir Árni að skuldastaða ríkissjóðs hafi batnað og langt sé síðan skuldir sem hlutfall að vergri landsframleiðslu hafi verið í jafnlágri prósentu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×