Innlent

70 milljarðar í tekjuskatt

Landsmenn greiða sjötíu milljarða króna í tekjuskatt á næsta ári ef áætlun fjárlagafrumvarpsins gengur eftir og er það litlu meira en gert er ráð fyrir að ríkið fái í tekjuskatt einstaklinga í ár. Þessi takmarkaða aukning skýrist af því að tekjuskattur einstaklinga lækkar um eitt prósent um áramót. Hátekjuskatturinn verður afnuminn um áramót og tekjur ríkisins af eignasköttum minnka um helming milli ára, fara úr fjórtán milljörðum í sjö, vegna afnáms skattlagningar á hreina eign einstaklinga og fyrirtækja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×