Jóna æfir sig í frönsku 4. október 2005 00:01 Það má með sanni segja að Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, sextán ára gömul stúlka frá Neskaupstað, hafi dottið í lukkupottinn þegar henni var boðið að skrifa undir samning hjá franska blakliðinu Racing Club de Cannes, en það er eitt sterkasta blaklið Evrópu. Jóna Guðlaug ákvað að slá til og skrifaði undir sjö ára langan samning. Jóna hefur leikið með yngri flokkum Þróttar í Neskaupstað alla sína tíð og hefur verið talin efnilegasta blakkona landsins undanfarin ár. Jóna er nú farin að æfa í Cannes. "Við erum byrjaðar að æfa af fullum krafti. Annars er ég að læra frönskuna núna og ætla mér svo að fara í framhaldsskóla hérna þegar ég hef náð góðum tökum á tungumálinu. Mér líst vel á mig og vonandi gengur þetta vel. Ég verð hérna að minnsta kosti þangað til ég fæ heimþrá." Petrún Björg Jónsdóttir, sem nú þjálfar hjá Þrótti í Reykjavík, var þjálfari Jónu þegar hún byrjaði að spila blak í Neskaupstað og það kemur henni ekki á óvart að hún sé að ná góðum árangri. "Það kemur mér alls ekki á óvart. Það sýndi sig fljótt að hún hefur hugarfar til þess að ná langt sem íþróttamaður. Að auki er hún einstaklega kraftmikil og hávaxin sem hjálpar auðvitað til í blakinu. Hún var snemma farin að láta að sér kveða hjá Þrótti og vonandi á þetta eftir að ganga vel hjá henni." Petrún segir sjaldgæft að íslenskar stelpur komist að hjá stórum liðum í Evrópu. "Það hafa nokkrar stelpur farið til Bandaríkjanna á skólastyrk en fáar til Evrópu. Það verður því forvitnilegt að fylgjast með því hvernig þetta gengur hjá Jónu."Það má með sanni segja að Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, sextán ára gömul stúlka frá Neskaupstað, hafi dottið í lukkupottinn þegar henni var boðið að skrifa undir samning hjá franska blakliðinu Racing Club de Cannes, en það er eitt sterkasta blaklið Evrópu. Jóna Guðlaug ákvað að slá til og skrifaði undir sjö ára langan samning. Íþróttir Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Fleiri fréttir „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Luka skaut Ísrael í kaf Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Sjá meira
Það má með sanni segja að Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, sextán ára gömul stúlka frá Neskaupstað, hafi dottið í lukkupottinn þegar henni var boðið að skrifa undir samning hjá franska blakliðinu Racing Club de Cannes, en það er eitt sterkasta blaklið Evrópu. Jóna Guðlaug ákvað að slá til og skrifaði undir sjö ára langan samning. Jóna hefur leikið með yngri flokkum Þróttar í Neskaupstað alla sína tíð og hefur verið talin efnilegasta blakkona landsins undanfarin ár. Jóna er nú farin að æfa í Cannes. "Við erum byrjaðar að æfa af fullum krafti. Annars er ég að læra frönskuna núna og ætla mér svo að fara í framhaldsskóla hérna þegar ég hef náð góðum tökum á tungumálinu. Mér líst vel á mig og vonandi gengur þetta vel. Ég verð hérna að minnsta kosti þangað til ég fæ heimþrá." Petrún Björg Jónsdóttir, sem nú þjálfar hjá Þrótti í Reykjavík, var þjálfari Jónu þegar hún byrjaði að spila blak í Neskaupstað og það kemur henni ekki á óvart að hún sé að ná góðum árangri. "Það kemur mér alls ekki á óvart. Það sýndi sig fljótt að hún hefur hugarfar til þess að ná langt sem íþróttamaður. Að auki er hún einstaklega kraftmikil og hávaxin sem hjálpar auðvitað til í blakinu. Hún var snemma farin að láta að sér kveða hjá Þrótti og vonandi á þetta eftir að ganga vel hjá henni." Petrún segir sjaldgæft að íslenskar stelpur komist að hjá stórum liðum í Evrópu. "Það hafa nokkrar stelpur farið til Bandaríkjanna á skólastyrk en fáar til Evrópu. Það verður því forvitnilegt að fylgjast með því hvernig þetta gengur hjá Jónu."Það má með sanni segja að Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, sextán ára gömul stúlka frá Neskaupstað, hafi dottið í lukkupottinn þegar henni var boðið að skrifa undir samning hjá franska blakliðinu Racing Club de Cannes, en það er eitt sterkasta blaklið Evrópu. Jóna Guðlaug ákvað að slá til og skrifaði undir sjö ára langan samning.
Íþróttir Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Sport Fleiri fréttir „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Luka skaut Ísrael í kaf Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Sjá meira