Innlent

Stöðugleikinn í uppnámi

Þingflokkur Samfylkingarinnar dregur upp dökka mynd af efnhagsstjórn landsins í fréttatilkynningu sem send var út í tenglsum við framlagningu fjárlaga í gær. Stöðugleikinn er sagður í uppnámi, launabil að aukast auk þess sem verðbólguspár geri ráð fyrir hækkandi verðbólgu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að það þurfi svo sem ekki Samfylkinguna til að segja það að stöðugleikinn sé í uppnámi. Blikurnar hrannist upp - viðskiptahallinn sé orðinn 14% sem sé sögulegt hámark. Hann hafi farið hæst, ef hún muni rétt, í 12% í stríðslok þegar Íslendinga vanhagaði um allt. Stýrivextir Seðlabankans stefni í 10%, útflutningsgreinarnar séu í miklum vanda, uppsagnir séu víða um landið, auk þess sem spáð sé ört vaxandi verðbólgu. Spurð hvort Samfylkingin hafi lausnir á reiðum höndum segir Ingibjörg að hennar flokkur semji ekki fjárlagafrumvarpið, en segir að ríkisstjórnin sé ekki að beita rétt þeim „stjórntækjum“ sem hún hafi yfir ráða, þ.e. ríkissjóði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×