Innlent

Hvaða stöðugleiki?

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði á Alþingi í gærkvöldi að smæð íslensks samfélags og návígi væri höfuðorsök fyrir þröngsýni og sundurlyndisfjanda. Landsmenn hefðu orðið vitni að ófriði oftar en góðu hófi gegndi undanfarin þrjú ár. Hún nefndi Íraksstríðið, eftirlaunamálið, skipan hæstaréttardómara, fréttastjóramálið, fjölmmiðlamálið, olíusamráðið og Baugsmálin og sagði þau hafa alið á óvild og tortryggni sem gegnumsýrði og veikti allar helstu stofnanir samfélagsins. Ingibjörg gagnrýndi stefnu-ræðu forsætisráðherra og fullyrti að vaxandi ójöfnuður í íslensku samfélagi væri stærsta ógnunin við stöðugleikann. Hún spurði hvort það væri til marks um stöðugleika að sú kynslóð sem væri að hefja búskap sinn nú byrjaði með þyngri skuldabagga en nokkur önnur kynslóð á undan henni. Öll met hefðu verið slegin í skuldasöfnun sem legðist þyngst á heimilin og ungt fólk. „Ríkisstjórnin skilur ekki nýja hagkerfið eða nýja atvinnulífið. Klisjan um að viðhalda stöððugleika án þess að henni sé fylgt eftir með aðgerðum er orðin helsti fjötur fagmennsku og framsækni í íslensku atvinnulífi."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×