Innlent

Vill hætta við skattalækkanir

Formaður Samfylkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, vill hætta við skattalækkanir sem ríkisstjórnin hefur boðað til og nota þá fjármuni til að lækka matarskattinn sem hefði áhrif á vísitölu neysluverðs. Á fundi Samfylkingarfélagsins í Reykjavík í dag sagði Ingibjörg Sólrún að meintur stöðugleiki væri ekki jafn mikill og af væri látið. Hátt gengi og aukin verðbólga vegi að undirstöðum íslensks samfélags og skuldir íslenska þjóðarbúsins séu meiri en í nokkru öðru OECD ríki. Í ljósi þessa hyggst Samfylkingin leggja fram tvær þingsályktunartillögur á Alþingi strax eftir helgi. Önnur fjallar um breytingar á skattaálögum. "Það er í fyrsta lagi að hætta við skattalækkanirnar sem ríkisstjórnin boðar núna í fjárlagafrumvarpinu," sagði Ingibjörg Sólrún. "Hætta við þær skattalækkanir eins og þær birtast okkur og nota þá sex milljarða sem áttu að að fara í skattalækkanirnar til að lækka matarskattinn úr fjórtán prósentum í sjö prósent. Sú aðgerð ein kostar um fjóra milljarða. Það sem sú aðgerð gerir og skiptir máli, er að hún hefur áhrif á vísitölu neysluverðs og lækkar hana um tæpt prósent og hefur þannig áhrif á verðbólguna, dregur úr þrýstingnum á verðbólguna." Hin þingsályktunartillagan fjallar um íslensku krónuna. "Ég tel að það sé ástæða til að skoða það hvort íslenska krónan fái í raun staðist sem sjálfstæður gjaldmiðill og hvort sjálfstæð peningastjórn á þessu litla svæði sem Ísland er fái staðist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×