Innlent

Lítið atvinnuleysi sparar ríki fé

Atvinnuleysi er lægra en það hefur verið í fjögur ár og ríkissjóður græðir á því. Útlit er fyrir að útgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs verði hálfum milljarði króna lægri en gert var ráð fyrir þegar fjárlög voru samþykkt fyrir tæpu ári síðan. Þá var gert ráð fyrir að atvinnuleysi yrði tvö komma sjö prósent að meðaltali en það hefur verið mun minna og er nú komið undir tvö prósent. Því er lagt til í frumvarpi til fjáraukalaga að fjárveitingar til atvinnuleysisbóta verði lækkaðar um rúman hálfan milljarð króna. Þær námu þremur og hálfum milljarði á fjárlögum ársins en verða nú lækkaðar í þrjá milljarða. Einnig er gert ráð fyrir að Ábyrgðarsjóður launa þurfi minna fé en búist var við til að greiða laun fólks vegna gjaldþrota, heimildir sjóðsins lækka um hundrað milljónir samkvæmt fjáraukalögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×