Innlent

Styrkir kröfuna um ný jarðgöng

Að sögn Guðmundar Bjarnasonar, bæjarstjóra Fjarðabyggðar, var umræðan um sameiningu frekar lítil og fáir sóttu sameiningarfundi. Hann sagðist ánægður með niðurstöðuna. "Það var almennt álit í sveitarfélaginu að þessar kosningar væru of snemma." sagði hann en rúmlega helmingur kjósenda Fjarðabyggðar sagði já við sameiningu. ?Við erum þó miklir sameiningarsinnar," bætti hann við. Guðmundur taldi ástæðuna fyrir litlum áhuga á sameiningu ekki vera þá að íbúar Fjarðabyggðar vildu sitja einir að álverinu í Reyðarfirði. "Sameining Fjarðabyggðar var sínum tíma einn grundvöllur þess að farið var í þá framkvæmd," útskýrði hann. Guðmundur sagði að stjórnvöld hlytu nú að sjá nauðsyn þess að gera ný göng til Norðfjarðar. "Gömlu göngin eru barn síns tíma og sameiningin hefur gert það að verkum að við höfum fengið aukinn kraft í kröfu okkar um gerð nýrra ganga."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×