Innlent

Umræður um fjáraukalög

Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokks í norðvestur kjördæmi og formaður fjárlaganefndar, lagði áherslur á að auka aðhald í ríkisrekstri í fyrstu umræðum um fjáraukalög sem fram fóru á Alþingi í dag. Magnús sagði eftirlit með aðhaldi í ríkisrekstri væri verkefni sem þyrfti að stórfefla. Hann talaði sérstaklega um hallarekstur á forsetaembættinu, en þar þyrfti að auka aðhald í rekstri eins og víðar. Hann gerði Landspítala-Háskólasjúkrahúsi sérstök skil í máli sínu en Magnús hrósaði stjórnendum spítalans fyrir þann árangur sem er að nást í rekstri spítalans. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi hallarekstur aðalskrifstofu utanríkisráðuneytisins og sendiráðanna. Helgi lagði til að rannsókn yrði gerð á rekstri þeirra og ástæðum þess að þau hafa farið um 100 milljónir framúr síðustu fjárlögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×