Innlent

Breytt hlutverk Íbúðalánasjóðs

Stefnt skal að því að Íbúðalánasjóður hafi það meginhlutverk í framtíðinni að tryggja bönkum og sparisjóðum fjármögnun íbúðalána með lægstu mögulegum vöxtum, en starfi ekki á almennum útlánamarkaði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í drögum að ályktun um húsnæðismál sem tekin verður fyrir á landsfundi Sjálfstæðisflokks nú um helgina. Þar kemur jafnframt fram að endurskoða þurfi starfsemi Íbúðalánasjóðs með hliðsjón af breytingum á lánamarkaði. Ef þetta verður ofan á sem -stefna- Sjálfstæðisflokks má því búast við verulegri breytingu í starfsemi Íbúðalánasjóðs, náist um það samstaða í ríkisstjórn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×